Saturday, September 20, 2008

ÖLL leið..:(

Facebook er ágætt fyrirbæri.. oftast gaman að hlutunum þar! en ekki alltaf..

Þetta do you think hefur hingað til verið ansi góð tímaeyðsla..

í dag fékk ég frá ananymous: do you think sjöfn is a good friend? NO! og það er gaman að segja frá því að allir sem svara eru allt vinir á facebook..

Ef þessi hallærisvinur les þetta þá vil ég vinsamlegast biðja hann um að eyða mér bara af vinalistanum sínum á facebook.. ! finnst ekki líklegt að við tölum mikið saman, hittumst né nokkuð annað...

ég hef alltaf talið mig vera góðan vin vina minna.. en ef e-r er ekki sáttur þá þætti mér nú bara vænt um að fá að heyra það:)
ég hef gert skissur, sært, baktalað, hrint, hlegið af óförum annara ... en hingað til hef ég lært af mistökum mínum og hélt svo innilega að ég væri að standa mig í því að vera sannur vinur...

það eru greinilega ekki allir sammála!

kv. 7bba - leið yfir því að vera ekki góður vinur:(

15 comments:

Anonymous said...

Sjöbba mín...Vinur er sá sem skilur fortíð þína, trúir á framtíð þína og tekur þér eins og þú ert í dag. Og Vinur er sá sem veit allt um þig og metur þig samt mikils. Haltu áfram þínu striki og þú veist að þú átt vini sem eru GULL og svo kemur SILFRIð. Elska þig stelpan mín og ég er vinur þinn sem er úr GULLI. Mamma.

Anonymous said...

Roomy!! Hvar á ég að byrja? Auðvitað hafa allir geta eitthvað sem þeir eru ekki stoltir af. En ég held að það sé EKKERT sem þú myndir ekki gera fyrir vini þína. Það eru allir heppnir sem eiga þig sem vin. Enda áttu fullt af vinum, skiljanlega:)

Anonymous said...

Maður veit best sjálfur hvernig vinur maður er. Ég er stundum rosalega góður vinur og stundum bara frekar léleg. Fer allt eftir tíma og formi... En það er aldrei hægt að þóknast öllum og maður verður bara að læra lifa með því...

Þessi feisbúkk vinur hlytur samt að vera einhver algjör asni ;)

X. Rósa

Anonymous said...

Maður veit best sjálfur hvernig vinur maður er. Ég er stundum rosalega góður vinur og stundum bara frekar léleg. Fer allt eftir tíma og formi... En það er aldrei hægt að þóknast öllum og maður verður bara að læra lifa með því...

Þessi feisbúkk vinur hlytur samt að vera einhver algjör asni ;)

X. Rósa

Unknown said...

þessi feisbúkk "vinur" ætti nú bara að líta í eigin barm...

tinnz said...

já, þetta er einhver naðra eða mjög lélegur húmor myndi ég segja.
en dont worry mín kæra... þú ert góð vinkona;)

tinnz said...

Eitt í viðbót.. þú sagðir í þessu að þér finndist að ég ætti að lita á mér hárið. Þú munt fá ósk þína uppfyllta þegar ég fer að grána, ekki fyrr:)

Anonymous said...

tinnz: ahahahahaha ok það hefur verið tótallý óvart!! annars hefði ég verið svo klár að gera ananymous ... því ég dýrka eðlilegt hár:) langar mest að safna mínu í minn lit...;)

knús á þig:*

Rakel said...

Þetta hljómar eins og mjög lélegur húmor!
Ef ekki þá er þetta furðuleg leið til þess að láta þig vita ef þú hefur gert eitthvað rangt.

Mér finnst þú allavegana æði ;*

Anonymous said...

æjh litla mús - þú ert svo mikið yndi :D .. ég held að þú sért klárlega vinur vina þinna og ert mjög svo hress og fín stelpa :D ..

en þessi svokallaði vinur þinn er þá bara ekki þess virði að þekkja þig ;) .. EN má ég samt spurja - er þetta svona dæmi sem maður þarf að ADD AN APPLICATION til að svara ? ég t.d. ignora ALLT því ég nenni ekki að adda svona drasli til að svara einhverju hehe - kannski var þetta þannig hjá þessum vini þínum ;) bara hugmynd sko....

anywho sæta - hafðu það gott og brostu því að þú ert í falinni myndavél (nei djók hehe)!

KNÚS Á ÞIG :*

kv. Sigrún úr HÍ - sem var með þér í Tina Turner verkefninu tíhí ;)

Anonymous said...

Sjöbba mín...einu sinni fékk ég "do you think Ragga should go on a diet?" og það var einhver sem svaraði já - SJETT!!...en sem betur fer þá komst ég að því hver það var með því að fikta hahahahah

Facebook er ekkert alltaf skemmtó

Ég var ekki sátt...svo ég skil þig alveg hehe

Kiss og knús á þig

Kv. REX

Thorey Kristin said...

Veit ekkert hvað þú ert tala um eða sumsé þekki ekki þetta do you think blahhh .....en halló hversu óþroskað epli er þetta að vera með e-n skæting á netinu og fela sig bakvið Facebook til þess jeminn mundi nú ekki spá meira í þessu bleijubarni og hana nú!

Anonymous said...

Þú ert algjör perla Sjöbba mín þú veist það;*
Allavega ertu rosalega góður vinur minn;*

Anonymous said...

Ekki vera leið yfir einhverjum kjána. Þú átt svo margt í lífinu til að vera glöð yfir og ekki gera þessum kjána til geðs að láta þetta taka þig úr jafnvægi.

Sólrún

Anonymous said...

Vertu Staðföst í Lífinu, Eins og klettur í hafinu, Ótrufluð og Óhreyfð af BRIMÖLDUM þess. Haltu áfram að vera þú sjálf og lifðu lífinu lifandi, þú hefur svo margt að gleðjast yfir, við vitum það báðar að það er fullt af fólki þarna úti sem hefur ekkert annað að gera en að tala illa um aðra og nærist hreinlega á því, en jafnframt vitum við það að þetta fólk er ekki þess verður að vera vinur manns, því líður illa og þarf að leita sér hjálpar, en Elsku stelpan mín, haltu áfram og haltu höfðinu hátt þú ert alveg þess virði. Elska þig. mammsan þín.