Tuesday, September 30, 2008

$%&%$$%&%$Bílalán%&%$%&%$

Ég var beðin um að blogga.. marta sagðist alltaf vera svo leið að kíkja á bloggið ... þannig að nú blogga ég..

  • Hef minnst að segja.. er bara vinnandi, lærandi, sofandi, uppalandi.. mér tókst nú samt, í sameiningu með dóttur minni, að venja hana á kopp:) það er nú bara alveg hjúts skref en þetta gekk alveg hrikalega vel:) Til hamingju ég!
  • Fékk svo góðar fréttir frá einni kviðmágkonu minni... sumir vita, aðrir ekki.. en ég get alveg sagt ykkur það að ég fékk góða viðurkenningu og "laun" fyrir vinnu mína síðustu ár og kviðmágkonan fékk eina slíka líka og laun í takt við sína vinnu:) ohh ég er svo leynileg..
  • Táningurinn var hjá mér um helgina.. svo mest gott að hafa hann:) Sleikur, kel, káf.. spjall... og já við fórum í leikhús.. á "Fýsn". Gott og dramantískt leikrit og það vildi svo "skemmtilega" til að þetta leikrit var um barnaníðing. Hann hélt einmitt ræðu íleikritinu, svona sannfæringaræðu fyrir sjálfan sig og ég bara: "guð, svona hugsa barnaníðingar!". Hann skildi ekki að það væri eitthvað rangt við að sýna hlýju og væntumþykju og fá að vera fyrstur til að vera með "barni" sem væri alveg hreint, engin annar búinn að snerta! Má ég æla! nei mér langar eila meira að grenja úr mér augun og öskra og stinga! VIÐBJÓÐUR!!!

Er í tíma.. í hrikalega skemmtilegum tíma.. en það eina sem kemst að hjá mér er að fokkings bílalánið mitt hækkaði úr 1600 þús í 1900 þús á 4 vikum!!!!!!!!!!!!!!!! arrrrrrg:( ég sverða, ég er að fara á hausinn.. er hægt að stofna minningasjóð um sjálfa sig??:) og svo get ég ekki hætt að hugsa um hvað ég hata vísakortið mitt.. veit varla um hvað þessi tími er.. af hverju er ég ekki bara heima hjá mér!? ha??

Við saga erum að fara í bíó á eftir, með Tómasi og Sigrúnu. Við fórum með þau í sumar og Saga er ALLTAF að tala um það: "Mamma, maaannstu þegar við fórum í bíó, á kung fu panda, með Tómasi og Sigrúnu og ég fékk popp!:D bara mest sætt:D Þau voru svooo mest stillt og prúð.. það verður gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga í dag....

Ég sit á svo vondum stól. er orðin ansi dofin í rassgatinu... og er alltaf að laga mig í stólnum..!

7bbz..

11 comments:

Thorey Kristin said...

Ekkert smá rómó hjá ykkur á leikritinu! En já þið voruð agalega sæt þarna í sófanum með son minn eitt kveldið hehe verð endilega fara fá mér svona táning já það er klárlega málið! kv táney

Anonymous said...

Jey :) alltaf gaman að lesa blogg :)
knús knús

Anonymous said...

sammála mörtu -verð alltaf leið þegar ég kíki í 5. skiptið sama daginn á bloggið og sé að ekkert nýtt er komið...

ánægð með góðar fréttir :)

Sigurveig

Embla Kristjánsdóttir said...

þú verður bara að bjóðast til að verða þjóðnýtt :P

Rakel said...
This comment has been removed by the author.
Rakel said...

Já oh þetta er óþolandi. Við verðum öll farin að lifa á hrísgrjónum í enda ársins, sem eru reyndar líka búin að hækka.
Ég varð að sleppa því að setja prinsessuna í ballett og er með brjálaðan sammara.

En hey, betra er dofinn rass en dofinn haus ;)

Anonymous said...

Hey roomy, gaman að sjá nýtt blogg:D

Love u og sakna þín hevý:*

KNÚS:*

Anonymous said...

Það er frábært hjá ykkur Sögu að vera búin að koppavenja hana. Til hamingju báðar!
kv. af Kjaló

tinnz said...

þú ert fyndin. hvernig leist dóra á gripinn?
var táningurinn ekki til sýnis um daginn f hildigunni og dóra? hvernig fór það?

7fn said...

tinna: herðu það fór bara vel hehe... þeir enduðu á brjáluðum trúnó útá svölum!!:)

steahet said...

replica goyard bags replica bags china replica bags blog