Thursday, September 18, 2008

fjölskyldumynstur..

Ég er skilnaðarbarn. Eða ég var skilnaðarbarn, nú er ég skilnaðarkona:) Ég var samt eiginlega aldrei skilnaðarbarn, heldur meira svona skilnaðarunglingur... já what ever.. mamma mín og pabbi eru skilin!

Við erum nokkrar vinkonur í sömu stöðu hér á görðunum. Einstæðar mæður í námi. Svo ég taki nú tvær fyrir, ekki illa samt, allt mjög siðsamlegt:) en ég ætla samt að gefa þeim dulnöfn...

1. GUlla á foreldra hérna rétt hjá, gifta. Hún borðar mikið hjá þeim, þau koma oft í heimsókn, hún skutlast oft með Strákinn sinn til þeirra í nokkra tíma þegar hún þarf að skjótast. Mamma hennar kemur með mat og er hjá henni ef hún er veik, eða tekur hana heim til sín þegar hún er veik því þegar maður er veikur getur maður einfaldlega orðið ófær um að hugsa um barnið sitt. Þau fara í bíó öll saman, leikhús, matarboð er haldið fyrir þann sem á afmæli... já mér finnst þetta alveg soldið öfundsvert... en allt saman á góðan hátt:) bara frábært!

2. Gemplusinn á foreldra hérna rétt hjá líka, einnig gifta. Hún fer mikið í mat til þeirra, mamma hennar droppar oft við hjá henni á kvöldin, fer í sjoppuna og kemur með ís eða eitthvað svona spennandi til hennar. Mamma hennar sækir barnið hennar á leikskólann 2x í viku og á þeim tíma nær mamma henanr að tengjast barninu hennar vel.... hljómar allt mjög vel og svona notalegt:)

Ég á foreldra sem eru skilin og eiga bæði annan maka. Mér hefur alltaf líkað vel við maka þeirra og þeir hafa alltaf verið mér stoð og stytta í þann tíma sem þeir hafa verið inní mínu lífi.
En þetta er samt öðruvísi. Ég er gestur inná þeirra heimilum. Ég hef búið á hvorugu heimilinu og þó mér líði mjög vel á báðum stöðum þá er ég samt gestur. ég myndi til dæmis ekki droppa við til að fá mér að éta.. en langar það oft... svona eins og hinar stelpurnar gera. Eða eins og gemlusinn gerir, hoppar í bað hjá ma&pa... ég hugsa oft um það að hoppa í bað hjá bæði mömmu og pabba, en ég geri það ekki.. gestir gera ekki svoleiðis:)

Mér finnst ég stundum soldið ein líka.. það droppar aldrei neinnvið hjá mér.. bara svona til að fá sér smá kaffi, koma með eitthvað sem mig vantar, fara í ísbúðina, knúsa okkur sögu.. mér vantar það oft. Hint til allra sem ekki eru bundnir heima yfir smábörnum...;) Er ég kannski bara að sjá svona "one of a kind" hérna þegar ég sé alla droppa til Gullu og Gemplus... það gæti svosem alveg verið. Og þegar ég tala um að engin droppar við, þá er ég svo sannarlega ekki að tala um stelpurnar í húsinu... þær eru MEGA duglegar að droppast til mín og ég til þeirra:)

Það eru allir eitthvað svo busy.. ég er líka ógeðslega busy.. þannig að ég get svosem ekki mikið sagt.. kannski er þetta bara manni sjálfum að kenna.. kannski er ég ekki dugleg við að rækta samband við fólk.. ég reyni samt mitt besta.. fólk má líka alveg bjóða mér í mat, kaffi, kökur, spjall, á kaffihús... ég hef ekki ofnæmi fyrir súrefni svo ég kemst alveg út milli 4 og 7 á daginn... bara með krakkann með;) Og ef fólk vill frekar fara á kvöldin þá bara finna dag og ég redda pössun...

Jæja.. ætla að fara að taka mig á og rækta sambönd við fólk... og vona að fólk taki mig til fyrirmyndar og rækti sambandið við mig...:D

7bba sem er öll í pælingum með tárin í augunum sínum.... snökkt!

23 comments:

marta said...

æji já .. er stundum þarna, ein heima með tárin á augunum að hugsa um hvað það væri nú gott að vera í svona áreynslulausu sambandi við foreldra mína og fjölskyldu.
Mig langar að skrifa langt komment en i því væri nú eiginlega það sama og stendur á blogginu þínu.
... held þú skiljir mig alveg.. við höfum svo oft átt þessar samræður..

Unknown said...

líst vel á þig...er oft að hugsa um þetta líka að maður er lélegur að rækta samband við fólk...

Anonymous said...

Og þetta að vera allt of busy er ein af ástæðunum fyrir að það er ekki hægt að búa á Íslandi. Allir svo busy, aldrei hægt að gera neitt saman, allir keyra á 100, engin hefur tíma í að bjalla á félagan til að spjalla. Enginn kemur í heimsókn án þess að hringja eða vera boðinn.

Kiddi B

Anonymous said...

...ég er verulega hugsi eftir að hafa lesið bloggið þitt Sjöbba -sem er gott. Ég held að maður hugsi ekki nógu oft um svona hluti, og þaðan af síður tekur á þeim, í annríkinu sem maður leyfir sér að láta stjórna öllu.

Sigurveig

7fn said...

marta: ég veit að þú skilur mig manna best, enda í nánast eins stöðu og ég...

Auður: já maður mætti svo sannarlega vera duglegri að því:) þurfum við ekki að fara að hafa hitting..:)?

Kiddi: svei mér þá .. það verður fínt að flytja í annað land.. þá er allavega afsökun fyrir fólk að droppa ekki við hjá mér:)

Sigurveig: gott að þú ert hugsi á jákvæðan hátt:) Og já maður leyfir sko annríkinu að stjórna sér alltof mikið... alveg merkilegt hvað maður þarf alltaf að vera allstaðar.. alltaf!

Mér finnst líka svo algengt að fólk plani e-n hitting sem þarf að taka marga tíma.. mér fyndist miklu skemmtilegra og huggulegra að reka inn nefið, eða fá innrekið nef til mín öðru hvoru.. það verður e-n veginn heimilislegra:)

miss&luv..

marta said...

las aftur og mig langar bara að blogga bloggið þitt..

7fn said...

máttða:D

Anonymous said...

En einlægt blogg hjá þér.
Þetta er alveg rétt hjá þér, maður er alltaf svo upptekinn að það er enginn tími til að sinna vinunum og fjölskyldunni sem er samt það dýrmætasta sem maður á. knús til þín :)

Elín

Anonymous said...

Já skil þig vel mín yndislega dóttir, vildi stundum að ég væri nær ykkur sögu þá mundi ég svo sannarlega droppa oft með Ís og knúsog fl. Ég var einmitt að hugsa þetta í gær, ég er búin að vera veik heima síðan 20. júlí, mátti og gat ekkert fyrsta mánuðinn og það kom engin í heimsókn og ég er enn heima óvinnufær og hef ekki séð neinn heimsækja mig ennþá þó ég sé ein hérna alla og allan daginn, en eins og þú nefnir allir eru uppteknir af vinnu og fleira, og maður verður bara að reyna að skylja það. Elska þig fallega stelpan mín og farðu vel með þig. Þín mamma.

Anonymous said...

Sjöbba mín, mundu það að sönn VINÁTTA þarfnast ekki ORÐA, og af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan DÝRMÆTUST. mamma.

Anonymous said...

Ég held að ég þekki engan sem er eins duglegur að rækta sambandið við fólkið í kringum sig og þú ert. Ég mætti til dæmis alveg taka þig til fyrirmyndar. Ótrúlegt að maður velji að liggja hálf meðvitundarlaus fyrir framan lélegt sjónvarpsefni á kvöldin, frekar en að kíkja í heimsóknir.
kv. Ásta

Anonymous said...

Já það er sterkur leikur að flytja til útlanda :) ! Það er ekkert stress, nema þá kannski fyrir prófin... Hér droppar fólk í kaffi á næstum hverjum degi, eða hittist út í garði í spjalli :) bara næs.... Mæli með að þú skellir þér til útlanda með Söguna þína eftir námið :) Þetta er bara yndislegt :)
Knúsar og kossar til ykkar
saknaðarkveðja
Harpan

Anonymous said...

Ég skil hvað þú ert að fara. Ég held samt að lykillinn í þessu öllu saman sé að það droppar enginn við lengur. Allavega kemur enginn í heimsókn til mín lengur, hvorki foreldrar, vinir né systkin óboðin frekar en ég fer til annarra óboðin eða án þess að boða komur. Ég reyni samt að vera mjög dugleg að bjóða til dæmis systkinum mínum sem eiga auðveldara með að koma til mín en ég til þeirra. Ég og þú tengjumst náttúrulega sama heimili öðrum megina, ég er að vísu bara með annað foreldrið mitt en svo náttúrulega stóra tengdafjlsk. En ég fer nú alveg í Lækjarsmárann og skelli´mér í sturtu og hef meira segja lagt mig og beðið þau að hugsa um skottu :) samt hef ég aldrei búið með þeim, bara geri það og það er svo yndislegt fólk í kringum okkur að mér finnst alltaf allir til í að aðstoða ef maður biður um það. En það eiga líka allir svo marga að það er kannski erfitt að fylgjast nákvæmlega með hvern vantar hvað og þess vegna þarf að bera sig eftir því sem vantar. En maður á samt alltaf aðreyna að horfa íkringum sig og ´sjá hvernig maður geti reynst fjlsk og vinum betur :)

Það hefur líka held ég áhrif eins og í dæmunum sem þú nefnir hvar fólk býr. Þar búa foreldrar beggja aðila í nágrenninu - þá er bara meiri samgangur. Ég finn rosalega mikinn mun á samgangi og hittingum við bæði fjlsk og tengdafjlsk eftir að ég flutti nær öllum. Bróðir minn hef ég varla séð í mörg ár, en núna er hann farinn að æfa í nágrenni við það sem ég bý og við hittumst oft í viku... held svona snúist rosalega mikið um að vera á staðnum.

Hey Sjöbba,...ég er ein heima um helgina. Komdu í heimsókn :)

Rósa

Anonymous said...

Rósa: já auðvitað skiptir staðsetning máli.. ég finn það alveg jálf.. eftir að ég flutti úr egg. 4 yfir í egg. 6 þá missti ég fullt samband við gömlu nágrananna.. samt bara 10 skref á milli okkar:)

En þetta er samt eitthvað sem mig langar til að verði öðruvísi.. mér finnst sérstaklega mikilvægt að rækta fjölskyldutengsl og ég held að maður þurfi að leggja sig sérstaklega mikið fram við það þegar þær eru "sundraðar". Ég ætla amk að leggja mitt að mörkum og rækta samband við mína nánustu og vona að þeir geri það sama á móti.

Ég er til í heimsókn..:* pizza og tjill?;)

Rósa mín.. hvar væri ég án þin?:*

Anonymous said...

Sennilega er ég svona mikill sveitalúði, en mér finnst erfitt að mamma og pabbi geti ekki hitt Brynju sína þegar þau vilja. En það eru 600 kílómetrar þar á milli..það kalla ég vegalengd. Ekki Rvk-.......Rvk:)

Anonymous said...

Varð nú bara að kommenta á þetta.

Er svo sammála þessu öllu hjá þér. Vegalengdir á milli staða og tíminn sem það tekur að komast á milli.. þá er ég að tala um innanbæjar Íris :)
krakkinn sofnar í bílnum, kvöldið ónýtt og allt í volli.
Ég er ekki nógu dugleg að hitta mitt fólk, hvorki famið né vinina :( óþolandi þróun, nú fer allt fram í gegnum MSN, SMS og ef það svarar ekki þá droppar maður ekkert inn.

ég er OFT með vöfflur á sunnudögum.. með ís og súkkulaði.
Ert alltaf velkomin í "kaffi"

knús ... ELva

Anonymous said...

Sjöbba mín, mundu það eitt að Nýjir vinir eru SILFUR en gamlir vinir eru GULL. Taktu þér tíma til að líta um öxl, þeir sem standa við bakið á þér í RAUNUM, eru sannir vinir og hugarfarþitt ákveður hvers konar vini þú dregur að þér og það sem menn kæra sig ekki um að hlusta á hjá vini sínum, heyra menn oft hjá ÓVINI sínum, og tralaðu aldrei um óvini þína, þeir eru þitt eigið Sköpunarverk. Eitt veit ég hinsvegar að þú dóttir kær ert vinur VINA þinna. Elska þig. Mammsan þín.

Anonymous said...

ég á frábæra vini og met þá til hlýtar. einnig á ég frábæra fjölskyldu og met hana mikils líka.

Mér finnst bara oft vanta meiri samskipti á milli fólks.. veit svosem ekki hver þessi ástæða er en hún gæti verið samansafn af e-i iðnbyltingu, samskiptaörðuleikum, annríki...

við pabbi ræddum þetta um daginn.. eins og þetta er í kína, þá standa allar familíur saman, þær eru bara ein stór fjölskylda. en þar kemur líka að pabbinn er inní öllum peningamálum barna sinna, sér innkomu, útkomu og getur fylgst nánast með öllu. Mér finnst við alveg vera hinn póllinn... það hlýtur að vera hægt að finna e-a millileið.. ég er allavega opin fyrir samstöðu fjölskyldna, alveg sama hvort sem þær séu splundraðar (eins og í mínu tilfelli) eða ekki splundraðar.

tökum höndum saman..

p.s. vill líka koma því á framfæri að þessi færsla mín er ekki skot á einn né neinn og alls ekki persónuleg til neins á einn eða neinn hátt. Þetta eru bara mínar pælingar og staðreyndir samfélagsins í dag...

sjöbba

Anonymous said...

Eigið góða helgi sætu mæðgur...hlakka til að hitta ykkur á mánudaginn :)
Luv, evadögg

Anonymous said...

pizza og kók hljómar vel! Verumí bandi. Kannski kaupa okkur bjór bara...

Vonda stjúpan ;)

Unknown said...

jú held það bara :)

Anonymous said...

oh skil þessar pælingar svo vel hjá þér Sjöbba mín, hef oft hugsað þær líka. Finnst oft mjög einmannalegt þegar maður er fastur heima, þá þegar Jói hefur verið að vinna dag og nótt.
Maður er búin að kaffæra sig í námi og vinnu og hefur oft ekki nennu í að gera neitt annað!
knús til þín sæta mín, ert alltaf svo ótrúlega dugleg :*
Rut

Rakel said...

Vá skil þig vel! Ég veit ekki hvar ég væri án mömmu og pabba, en þau búa samt svolítið frá og koma eiginlega aldrei í heimsókn.
Svo liggur við gleymi ég því að ég eigi systur, hún er svo busy.
Hugsa oft hvað ég vildi að ég ætti fleiri systkini.
Fólk er voða lélegt að kíkja í heimsókn, en þess vegna er maður þeim duglegri að rækta sambandið við ykkur hérna í nánasta umhverfi.
Án gríns, ég veit ekki hvar ég væri án ykkar! Miklu meira lónlí allavegana.