Wednesday, September 17, 2008

Rannsóknir..!

Hvaða stælar eru í fólki að vilja ekki setja hjarta fyrir framan nafnið sitt? nefni nú engin nöfn.. LINDA SÆBERG! og fleiri.. ég skal alveg viðurkenna það að það er vibba væmið að vera með hjarta bara svona sísvona.. en þegar allir á msn listanum eru með hjarta og það táknar eitthvað ákveðið af hverju getur fólk þá ekki bara sett hjarta.. þeas ef það styður þetta ákveðna málefni?! Jæja, þeir um það... ég er allavega með hjarta... Ég fékk Finna til þess að setja hjarta fyrir framan nafnið sitt.. þá ættu allir gera það!

En útí rannsóknir... ég er að fara að gera rannsókn. Ég valdi mér að gera um einstæðar mæður í Háskóla Íslands. Ég á að taka 3 viðtöl og ætla að velja mér 3 mæður í ólíkum stöðum. hlakka til að byrja á þessu en þetta er ógeðsleg vinna! eitt viðtal eru 40 mín og að skrifa það niður orðrétt tekur fokkings 8 klukkutíma!! hvað segiði.. hvar á netinu getur maður keypt extra tíma í sólarhringinn...??

ohhh ég er slöpp..

7 comments:

tinnz said...

Hversu oft hef ég hugsað þetta... væri fínt að hafa 34 klst í sólarhringnum, og að barnið myndi sofa þessar 10 klst. Ég er enn að jafna mig eftir BA rannsóknina og ritgerðina því ég svaf svo lítið.

EN ég er greinilega vond, mér finnst allt svona keðjubréf og eitthvað setja slaufu á bílinn sinn til að styðja vörubílstjóra hálf glatað.. so sorry. frekar myndi ég mæta á einhvern stuðningsfund eða eitthvað.

luv
the very single mother in 355

Anonymous said...

Fetaðu slóð regnbogans, slóð söngvanna, þar sem fegurðin býr. Út úr öllu þokumistri er leið eftir slóð regnbogans. Kveðja mammsan þín.

marta said...

ég set ekki hjarta fyrir framan nafnið mitt. Ég veit ekki af hverju en mér finnst það bara eitthvað óþægilegt. Ég styð ljósmæður og það vita allir sem þekkja mig.
Ég væri alveg til í að setja miða í gluggann á bílnum mínum þar sem stæði "ég stend með ljósmæðrum", skrifa undir undirskirftalista eða mæta á mótmælafundi en mér finnst hjartað á msn of væmið og sé ekki að það geri nokkuð gagn :)

Anonymous said...

Ég vissi ekki einu sinni af hverju fólk væri með þetta hjarta fyrir framan hehe :S

Sólrún

P.s. geturu sent Sögu yfir til að slökkva á kertum fyrir mig ;)

Anonymous said...

40 mín? Skrifa orðrétt ? Hvað með að nota bara diktafón? á 10 mín ertu komin með nógu mikið í margar blaðsíður! og allt er orðrétt á upptökum...

Vá ég væri dáin ef eitt viðtal hjá mér tæki 40 min... eða kannski sofnuð ?

Anonymous said...

Ég hélt fyrst að allir væru orðnir svona ástfangnir, var öll forvitin.

Roomy ég sé engar myndir, ég er farin að halda að þú sért að deita táninginn hann bróðir minn og þorir ekki að segja mér á því hehe:)

Inn með myndir;)

Thorey Kristin said...

bwhahahhha ef ég styð málefni þá geri ég eitthvað róttækt í því ! Setja hjartað mitt þarna mun ekki hækka laun þeirra það bara virkar ekki þannig því miður. Vinur minn heitir á msninu " ef þú vilt láta í þér heyra sambandi við ákveðin málefni þá FARÐU OG GERÐU EITTHVAÐ Í STAÐINN FYRIR AÐ BREYTA NAFNI ÞÍNU Á MSNINU!!!!" hann heitir þetta sko óþarfi fara lemja mig en er pínu með honum í þessu jeeeee ..... en já ég skal vera með í rannsókn kannast við þessa vinnu HÚN ER ÓGEÐ! :) En mar lærir afskaplega mikið á þessu :)