Thursday, October 23, 2008

Viðtalið endalausa...

... sem var alls ekki slæmt viðtal.. bara svo dröllölengi að pikka þetta inn! ég sem hélt að ég væri svo brjálað fljót að pikka! ég er það samt.. mamma er alltaf alveg gáttuð þegar ég er að pikka;)

En ég er semsé að afrita viðtal númer tvö, stefnir í 45 bls... svo á ég eitt viðtal eftir og eina þátttökuathugun, greina viðtölin í þemu og gera lokaskýrslu. í öðrum áfanga á ég eftir að gera eitt viðtal, greina það og gera skýrslu. í öðrum áfanga á ég eftir að skila mega ritgerð og fyrirlestri. í síðasta áfanganum á ég eftir að skila einu 25% verkefni og 50% heimapróf! guð minn góður... grenj!

Fyrir utan allan lærdóminn þá er ég að fara á námsskeið í vennönne... um nýja focal skjalakerfið og svo þurfum við Elínbjörg að kenna starfsmönnum fiskistofu á það batterí... eeeee já bíddu ég ætla aðeins að deyja úr stressi og fela mig inní skáp!

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað mig hlakkar ofsalega mikið til að fara í jólafrí....!!! baka smákökur, kaupa MJÖG FÁAR jólagjafir, föndra með sögunni minni, hitti fólk, fara í sleik... já bara allt sem mann langar! svo er ég nú að viðra þá högmynd að skella mér austur helgina eftir próf... á nú eftir að leggja það undir ROOMY... veit ekkert hvernig stendur á hjá henni þá... kemur í ljós:) en ég er semsé búin í prófum 10 des....

Saga er byrjuð á sæborg... hún er í aðlögun núna og það gengur ágætlega. Hún er samt voða lítil í sér greyið:( fer að háskæla þegar ég fer... en þetta kemur.. þetta er svo sjúkleg breyting fyrir hana! það er náttla yfir höfuð lítið rót á henni... er mikið heima með mömmu gömlu, búnað vera í sama leikskólanum frá fæðingu nánast og er mikið fyrir fasta rútínu. þannig að þetta er breyting! EN ég hef góða tilfinningu fyrir þessu... þetta verður frábært enda frábært starfsfólk á sæborg:)

það gengur svakalega vel að hætta á bleiu. Hún bara hætti einn tveir og bingó, líka á nóttunni. Hún pissar stundum undir og átti erfitt með að kúka ekki á sig. EN þetta er að koma núna og hún segir til þegar hún þarf að kúka... og finnst geðveikt kúl þegar hún sér gaurinn fljóta í klósettinu..:D hún er náttla bara snillingur!

Saga er farin að nota lýsingarorð til að lýsa t.d. hvernig sér líður. Hún segir oft: ég er hrædd, ég er feimin, ég er sibbin.. ´það er svo mega krúttlegt:D svo kann pían að telja uppá tuttugu.. það er nú ekki amarlegt...ha!

En jæja.. nýta tímann... afrita afrita afrita....

ble.. 7bba

14 comments:

Anonymous said...

ohhhhhhh langar svo MEST. Gæti samt ekki verið verri tími á árinu sama hvað við myndum reyna. Langar samt svo mest að fá þig:/

Rakel said...

Þú færð alla mína samúð, enda ástandið svipað hér.
Já loksins jólafrí. Vúhú!
Knús á Söguna, vonandi venst nýji leikskólinn fljótt.

Anonymous said...

BÚIN 10. desember í prófum????
Ég sem var að hrósa því að vera búin í prófum 18. des, piff. Ég verð varla byrjuð þegar þú klárar :/

Sólrún

Anonymous said...

úúú... þæginlegt... nýja focalinn... við erum með hann líka... þannig að þegar ég lendi í veseni þá hringi ég bara í þig;) hehe

Anonymous said...

já, þetta er vesen og tímafrekt þetta afritunardæmi. en þú verður ánægð eftir á, maður lærir mikið og þú færð góða einkunn.

ég fer einmitt líka í jólafrí svona súpersnemma, fer reyndar í fyrsta lokaprófið 5.nóvember!
Ætla svo að njóta þess því ég var að læra á fullu síðasta jólafrí OG í sumarfríinu.
Þannig að við verðum bara á tjúttinu þarna þegar hinir eru enn í prófum, föndra og fara í sleik og allskonar áhugamál.. jeijjjj

Anonymous said...

íris: iss finnum bara annan tíma:) er mega spennt yfir leyndóinu þínu;)

Rakel: já ætli við séum ekki í svipuðum sporum...

Sólrún: þú hefðir átt að vera í félagsvísindadeild..

Unnur Jóna: jeij loksins e-r sem veit hvað focallinn er:D Marta sagði við mig í gær að ég væri í vinnu eins og Chandler í friends, hún hafði ekki hugmynd hvað ég væri að gera haha!

Tinns: við gerum þokkalega eitthvað mega hressandi!;) eitthvað jóló...

Anonymous said...

hahaha chandler... hahaha

En auðvitað veit mar hvað focallinn er;) híhí....
Það hefur nú verið sagt við mig af tölvunörda gaur að ég sé hálfgert nörd... því ég kann á svo mörg forrit og svona:) haha

Anonymous said...

Það er ekki jóló að fara í sleik...........

Anonymous said...

Ég verð nú að vera sammála henni frænku þinni -hvað er jóló við að fara í sleik??

...en mig fýsir annars í nýtt blogg...

Sigurveig

Anonymous said...

Ég verð nú að vera sammála henni frænku þinni -hvað er jóló við að fara í sleik??

...en mig fýsir annars í nýtt blogg...

Sigurveig

Anonymous said...

Ji ég er ekki byrjuð í prófum þegar þú ert búin!!! er alveg pínku abbó;)

Anonymous said...

Roomy þetta er orðið bloggið endalausa. Plís bloggaðu nú:)

Unknown said...

redirected here replica bags online uae Balenciaga Dolabuy replica bags china navigate to this web-site replica bags in china

pheyto said...

q4d46f1b57 k8z98w8v65 y1n48u7d39 i8f87i8b65 d9u30u4n58 c3z19m0n71