Wednesday, October 15, 2008

En fallegt..

Já það má segja að ein setning geti alveg bjargað deginum... og hvað þá þegar maður er á ljótunni!

Kiddi, æskuvinur minn, var í viðtali í dag á http://www.handbolti.is/ og ég varð alveg sérstaklega sæl með eina spurningu hjá honum, en hún var svona:

Fallegasti kvennmaður sem þú hefur séð? Sjöfn Kristjánsdóttir er ein af þeim fallegri sem að ég hef séð í gegnum tíðina.

Það er ekki leiðinlegt að lesa svona um sjálfa sig og hvað þá frá gömlum vin:) takk kiddi minn, U made my day eins og ég sagði þér áðan.


ég vona samt alveg innilega að þú hafir verið að horfa á þessa mynd þegar þú svaraðir spurningunni:



Eða þessa... (ég er alveg smá sæt samt hérna.. ef þetta hefði verið 9 ára bekkjamynd ekki 14 ára fermingarmynd)

já eða þessa...


Allir veikir í dag á Fiskistofu.. það er pest! ég er semsagt í gaflinum í dag og er tótallý orðin riðguð! ég er fljót að riðga! svona eins og þegar ég fæ ekki sleik í e-n tíma... ætli þetta eigi ekki við flesta hluti....

Bjórkvöld á föstudaginn á Fiskistofu... ég var beðin um að sjá um súludansinn.. já ætli þetta sé ekki lýsandi dæmi um það hvernig karlmenn horfa á kvenfólk á vinnustað... annað hvort eru konur mömmulegar eða kyntákn! Ég vil minnst vera kyntákn hér á þessum vinnustað já og bara engum vinnustað!! Meðalaldur karlmanna hérna er 50+... en það segir okkur ýmislegt... grái fiðringurinn í hámarki ..! kannski ætti ég bara að horfa á þetta með jákvæðum augum... kannski er ég það sem gerir þeirra dag betri... já hver veit!

Ég er mjöööög utan við mig þessa dagana!!

í gærmorgun kom ég framúr og fann þessa dásamlegu lykt... svona alveg eins og þegar ég er með kveikt á ilmkertinu mínu! ég labba fram í stofu... jájá bara allt útí logandi kertum!!! er ég snargeðveik!! bara allt skíðlogandi ALLA nóttina!!

í gær var ég að renna í hlað eftir skóla, kl 4 nb... og mætti sigrúnu og hún alveg: "hver er í heimsókn hjá þér?"

ég: "ha?! heimsókn? hjá mér? öööööö"

SIgrún: já það er opið út á svalir hjá þér!

ok ok ok.. hvenær kemur sá dagur að ég gleymi því að ég eigi barn!!! ég meina... þetta fer versnandi!!! og ekki má gleyma að ég gleymdi afmælisdeginum hans pabba í ár... og fattaði það 5 dögum seinna!!!! :(

adios

11 comments:

Anonymous said...

Ekki leiðinlegt þetta :)

Kv. Hildigunnur (sem fer að flytja bráðlega yfir, veivei)

Anonymous said...

ú skemmtilegt að fá svona komment :).
ég held að þetta sé 81 árgangurinn - ég er svona svakalega utan við mig stundum :(
knús frá dk
HArpan

Rakel said...

Sjöbba, þú tekur bara pálmatréð með þér á bjórkvöldið, slærð í gegn í súludansi og hnetusleik og verður komin með massa launahækkun daginn eftir!!

Eða þá að þú gerir það ekki og heldur sjálfsvirðingunni hehe

Æðislegar myndir. Ég var líka svona fallegur unglingur, var að spá í að taka þátt í miss teen og allt. ;)

Anonymous said...

Ekki amalegt að fá svona hrós :) Annars verð ég að segja að við erum náttúrulega óstjórnlega fallegar á þessari mynd og bara þessu tímabili... hehehe.
Hann Finnur vinnur nú samt krútt-verðlaunin(sjáðu hvað hann er fínn með hendurnar :)

kv. elín smélín

Anonymous said...

þú ert hot

Anonymous said...

Þú ert gullfalleg elsku Sjöbba.

Eeennn, ertu nokkuð preggers?

Thorey Kristin said...

hehe welcome 2 my world !!!!!
Þetta er fullkomlega eðlilegt þegar það er ALLT of mikið að gera hjá manni .. sumsé allt of mikil vinna, skóli og barn og allt hitt.
Svona er líf mitt allt árið í kring ,nema á sumrin og um jólin hehhhehe. Svo lengi sem þú ert ekki farin að hjóla í búðina og labba til baka then u are good! :) lov u sætasta þarna!

Anonymous said...

Ekki slæmt að heyra svona hluti sagða um mann. Kiddi fær nú gott knús frá þér næst þegar þú hittir hann.
En mig langar nú samt að spyrja af hverju þú varst inn á handbolti.is? Handboltaáhuginn þinn hefur alveg farið framhjá mér. Mín síðasta minning um þig og handbolta var þegar þú skoraðir þetta glæsilega mark á skólamóti í Laugardalshöll og fagnaðir þú því næstu 10 mínúturnar hehe..

Sólrún

Anonymous said...

Ég hugsaði stert um fermingarmyndina af þér. Kjóllinn að rifna af vegna brjósta og ermarnar sérstaklega sexy svona stuttar á kjólnum. Sem betur fer kom þetta allt með árunum hjá þér elskan

Kiddi

Anonymous said...

viltu láta pabba minn vera..:) hahahahahahaha

kvHeba Maren

Anonymous said...

hahahaha roomy, ertu nokkuð farin að klípa í rassinn á pabba Hebu?