Wednesday, September 3, 2008

pabbi krúttköggull!:)

Minn ástkæri faðir er búnað vera með það á heilanum núna í svona ár að ég fari að ná mér í karlmann.. ef ég bið hann að passa sögu þá er það með því skilyrði að ég finni fyrir hana "stjúp pabba" eða föðurímynd..:) Jájá ekkert mál að leita.. hvað gerir maður ekki fyrir þessi gömlu karla...:)
Hann er mikið að spá í tarot spilum og dregur oft spil fyrir okkur systkinin, möggu, sögu og fleiri. Oftar en ekki þá dregur hann sama spilið fyrir mig, "Riddarinn" og situr riddarinn á hvítum hesti á spilinu!
í gær var hann að draga spil fyrir mig og eins og svo oft áður (ef ekki bara alltaf) þá dregur hann riddarann...:)
í kjölfarið sendir hann mér mail. Fyrirsögnin er svona:

"Bikarriddari (riddarar í dag nota torfæruhjól ekki hesta)"

og í mailinu stóð:


Af hverju kemur þetta spil altaf þegar ég dreg spil fyrir þig??
á ég að pressa kjólfötin og busta skóna?
GAMAN GAMAN
Kveðja,
Kristjan FINNSSON


Bikarriddari

Persónuleiki
Hann er oft á tíðum viðkvæmur en hugmyndaríkur þó þar sem rómantíkin ríkir. Uppfinningasamur og ástríðufullur gagnvart þeim sem hann elskar. Áhrifagjarn kann hann að vera en fer leynt með drauma sína og þrár í stað þess að framkvæma eigin langanir. Hans koma í líf þitt opnar dyrnar að mikilfenglegum tækifærum og þá sér í lagi af rómantísku tagi.

Aðstæður
Rómantísk upplifun, ást, gifting eða samband sem er um það bil að hefjast lýsir aðstæðum þínum næstu daga. Nýjar hugmyndir koma upp á yfirborðið og tækifærin láta ekki á sér standa.

___________________________
pabbi er bestur... held hann ætti að fara að taka fyrir þetta...;)

7bba

6 comments:

Anonymous said...

Sko! Ég kæri mig ekki um að Grétar vinur minn og félagi fari að kenna krestjáni einhverjar torfærur, hann á nóg af áhugamálum (læt auðvitað eins og þetta snúist allt um mig og Krestján :D ).

7fn said...

ahahahahahahaha.. ég frussaði á skjáinn:D

Roomy.. að sjálfsögðu snýst þetta ALLT um ykkur... en ekki hvern??;)

tinnz said...

Kannast við að eiga foreldri sem er farið að hafa áhyggjur af 3 ára single lífi og einhverju furðulegu twisti þar á milli sem enginn skilur og ég nenni ekki að tala um.
Kannski gengur þetta fyrir fertugt, hver veit..

Anonymous said...

Þú getur ekki látið einhvern Elska þig, það eina sem þú getur er að vera Elskanleg. Síðan er annara að ákveða hvort þeir Elski þig. Og það skiptir engu máli hvað þú átt í LÍFINU, en það skiptir hins vegar MIKLU máli HVERN þú átt......Og ég mamma þín elska þig ekki bara vegna þess hvernig þú ert, heldur fyrir það hvernig ég verð í návist ÞINNI. Mamma.

tyggjoklessan said...

gvöð ég fór inn á síðuna þína áðan í vinnunni og þá kom klámmynd af eitthverjari konu og ég hugsaði með mér jæja er sjöfn alveg komin í ruglið og í þokkabót farin að tala hrognamál hehe en nei ég setti inn burbie.blogspot og það var nu bara eitthver annar sem á þá síðu...

gaman að hitta ykkur á laugardaginn knús lovísa

yanmaneee said...

curry 4 shoes
vapormax
air max 90
retro jordans
cheap jordans
nike air max 90
converse outlet
louboutin shoes
coach handbags
longchamp handbags