Wednesday, July 23, 2008

ólétta


Það eru allir óléttir... sem er æði:)


Ég væri alveg til í að vera ólétt núna.. eða kannski eftir svona ár - tvö ár... vera með sæta kúlu, litinn leynifarþega sparkandi inní mér... upplifa fæðingu aftur.. knúsa og kreysta nýfædda barnið mitt, með góðu lyktinni... vanmáttuga ungan sem getur ekkert gert nema drekka, pissa, kúka, sofa og grenja..:) úffff það er bara heil lúðrahljómsveit í eggjastokkunum á mér!! Saga verður líka heimsins besta stóra systir.. .hún elskar lítil börn... ég þurfti að slíta hana grenjandi frá einu slíku í sundi um daginn.. hún bara sat uppá bekknum og klappaði honum um höfuðið... sætust:)



Hlakka líka til næst að eiga góða meðgöngu, með góðum manni sem naglalakkar á mér tærnar:) E-n sem tekur þátt í spenningnum, undirbúningnum, öllu ferlinu og bara öllu... jiii er bara með fiðring... guð verð að fara að finna mér eitthvað að gera!!!

7bba

9 comments:

Rakel said...

Vá hvað ég skil þig! Eftir að hafa upplifað þetta ein, þá er örugglega æði að fá að upplifa þetta með öðrum og á eðlilegan hátt.
Jaaa, ef maður nú leggur í þetta aftur hehe

Anonymous said...

ohh já vá hvað ég er sammála!
þetta er svo yyyyndislegt ferli og ég get bara ekki beðið eftir að gera þetta aftur! og þá einmitt að upplifa yndislega meðgöngu og yndislegann tíma eftir að barnið mitt fæðist.. :)
ohh að finna hreyfingarnar og strjúka bumbuna sína og finna alltaf fyrir barninu sínu þarna inni, undirbúa og spennast upp, upplifa fæðinguna ohh jesús! fá svo barnið í hendurnar, finna þegar það er sett fyrst á brjóst, horfa í augun á því, finna lyktina af því, liggja út í hið óendanlega og horfa á kela og kúra með því, fylgjast svo með því að þroskast og stækka og læra nýja hluti á hverjum degi..
ó je minn ég er bara með tár í augunum! er til eitthvað yndislegra en að vera mamma?! já nei svo sannarlega ekki!

sjibbý! getum við aftur verið á sama tíma.. :)

malla said...

þú finnur sko pottþétt einn ógeð góðan sem heimtar að naglalakka á þér tærnar ;-)
og já þetta er doldið æði!!

malla said...

þú finnur sko pottþétt einn ógeð góðan sem heimtar að naglalakka á þér tærnar ;-)
og já þetta er doldið æði!!

Anonymous said...

Falleg færsla frá fallegri mömmu :)
Er ekki málið þá bara að finna manninn.

Kveðja frá Kárahnjúkum ;)

Anonymous said...

Ohh já þetta er sko æði:)

Verst þegar kallinn manns er lítið heima þá er maður eginlega að ganga í gegnum þetta einn... en fæðingin og allt það verður hann til staðar:)

Þetta er æði:)

Kv. Unnsa bumba;)

marta said...

ohh já ég var að skoða myndband af hirti þegar hann var nýfæddur og mundi þá alltí einu hvað það var dásamlegt að vera með svoan nýfætt barn ..
Þau eru eitthvað svo mjúk og dásamleg.
En já.. það verður gert seinna með einhverjum huggulegum manni.

Anonymous said...

mússímússí .. mann langar liggur við bara í barn eftir að hafa lesið þetta hehe ;) en ég ætla samt að bíða lengur takk ....

langaði bara að senda þér knús sæta stelpa :D langt síðan við höfum heyrst ;) vona að þið mæðgurnar hafið það rosalega gott :* luuuuv !!

kv. Sigrún úr ofbeldinu ;)

Anonymous said...

zhhijiiauwnd47ds
golden goose outlet
supreme outlet
supreme outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet