Friday, July 25, 2008

Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.

Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust „rare“, „medium rare“, „medium“ og „well done“ værir þú „medium“. Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna. Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar. Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.

já þar hafiði það beibís... þetta á vel við um mig.. er alveg minnst dramagellan! nema þegar í harðbakkann slær....;)

Taka próf hér

7bba

6 comments:

Anonymous said...

hei - ég verð að smella mér í þetta próf...takk fyrir að deila með okkur svona gersemi...
Jones - the queen of fucking everything...

Anonymous said...

ahaa það var nú alveg eitt dramakomment á blogginu mínu sá ég heheheheheh Ég er alls ekki dramakvín nema svona einu sinni á ári og það var um síðustu helgi big tæm ! úfffffffff kv dramey!

Anonymous said...

Hahaha miðlungs hvað? Ekki neitt bara! Ef einhver ætlar að vera með drama á þig þá bara horfir þú framhjá því og hlærð eða ferð í felur fyrir manneskjunni vel og lengi..það ert bara þú:)

Anonymous said...

ég er "well done" -skal engan undra ;)
Sigurveig

Anonymous said...

Minns er "medium rare".
Enda vil ég hafa steikurnar mínar þannig :)

Sólrún

Anonymous said...

nýtt blogg?? plís :)
heyrðu, svo er ég búin að sakna dóttur þinnar svo mikið þessa vikuna að ég bara heimsótti hana hjá emblu í gær...;)
Sigurveig