Friday, June 27, 2008

1 árs/ 2ja ára...

... Já þetta er frekar flókið allt saman. Einn daginn er maður eins árs og þann næsta er maður orðin 2ja ára. Ég spurði hana í gær hvað hún væri gömul: "teggjára". og svo spurði ég hana hvenær hún ætti afmæli: "eisárs". nei þú átt afmæli í júní, og hvað ertu gömul: "eisárs!!!!!!" og þar með var því ekki breytt... ég meina hún mun alltaf heita saga og eiga afmæli í júní, af hverju ætti hún ekki að vera alltaf eins árs...;)

Svo erum við að æfa okkur að telja uppá 20.. hún taldi uppá 15 í gær, þannig að þetta er allt að koma:)
Hún á ALLT! "Saga á þetta bíl", "Saga á þetta hjól", "Saga á þessa skóflu".. ég er farin að taka hana til fyrirmyndar, ég á líka allt... voða fínt að telja fólki trú um það að ég eigi þetta og hitt.. svo ræður fólk því bara hverju það vill trúa;)

___________________________________

Ég er að gæla við að fara í útilegu fyrstu helgina í júlí...Sveiga er eitthvað að kinda upp í mér..:P Ef ég kem barninu fyrir þá er ég eila barasta alveg mega til í smá útilegustemmara, bjór, kel, káf, sleik og slúður undir berum himni... ljúft!

Svo er næst á dagskrá að hitta táninginn minn... spurning um að fara að breyta nafninu í MILF-arann.. soldið perralegt að kalla hann táninginn.. enda kominn LANGT yfir táningsaldurinn...;)

Á morgun er svo grill hjá Lovísu, stelpan á afmæli á morgun og bauð okkur mæðgum í grill og gaman. Þá geta systkinin blásið sápukúlur saman, leikið í sandkassanum fína sem brósinn var að fá og gert prakkarastrik eins og þeim einum er lagið:)
Þau eru voða góð saman og finnst gaman að hittast... sem er frábært!



___________________________________________

jæja.. þá er búið að skemma þetta fallega lag fyrir mér... hvað er "ÞETTA"??


En jæja.. ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili...

7bba