Tuesday, June 24, 2008

2ja ára mús

Nokkrar myndir af tveggja ára píunni...











Jæja.. þá er þeim áfanga í lífinu náð, daman orðin 2ja ára! Þetta er sko alveg hrikalega fljótt að líða!!

Við héldum afmæli á sunnudaginn fyrir skvísuna og hún var líka svona gargandi ánægð með þetta.. skríkti og hló þegar nafnið hennar kom upp í afmælissöngnum...:) Svo söng hún sig í svefn um kvöldið: hún er tveggja ára í dag, hún er tveggja ára í dag, hún er tveggja ára hún mammmmmmma, hún er tveggja ára í dag...;D

Og erum við að tala um geggjað veður! mér er sko heitt í sálinni það er svo hrikalega mikil bongó blíða!!:D Nú ríkur maður í sund á hverjum einasta degi með "fiskinn" sem er Saga.. hún er svakaleg í sundi, flegir sér ofan í laugina og er útum allt.. bara gaman:)

Ohhhh lífið er svo dásamlegt..

7bba