Wednesday, November 28, 2007

húllí húllí

Mér langar svo að húlla.. einu sinni var ég alltaf að húlla, einu sinni var ég mjó eins og spýta! ef ég húlla þá hlýt ég að verða mjó eins og spýta... ohhhhh en gaman:)
Ég fann nebblega fyrir því í gær fyrst (svona fyrir alvöru, ekki bara eitthvað sem ég bjó til í hausnum á mér) hvað rassinn á mér er orðin HUGES! það var eins og ég væri með aðskotahlut fastan aftan á mér!! sem sveiflast frá hægri til vinstri þegar ég labba..! OJJ fékk smjörþefinn af því hvernig er að vera 300 kg!

I LIKE BIG BUTTS AND I CAN NOT LIE...

Stundum, þegar ég er þreytt og ósofin, með uppsafnaðan pirring eftir að ég hef þurft að nota alla þolinmæðina sem ég á þá verður mér alltaf hugsað til þeirra sem eru í hamingjusömu sambandi með barn.. ekki bara í sambandi heldur hamingjusömu! Stundum er soldið strembið að vera ein með alla ábyrgðina á litlu barni, sérstaklega þegar það er veikt. Maður þarf að sjálfsögðu að vera 400% til staðar fyrir litla barnið sitt og ekki láta það finna fyrir því að maður sér hræddur. á svona stundu vantar manni oft annan til þess að deila með hræðslunni, leiðanum og bara öllum þessum tilfinningum sem fara í gegnum hausinn þegar maður situr með barnið sitt í fanginu hálf lamað úr hita. Ég veit að öllum foreldrum sem eru í sömu sporum og ég líður svona þegar börnin þeirra veikjast, sérstaklega þegar þau eru svona lítil og geta ekki tjáð sig.
Ég hitti nefnilega stelpu um daginn, sem er skilin og býr ein með dóttur sína. Um daginn veiktist litla stelpan og þurfti að fara á spítala í nokkra daga. á meðan á spítaladvölinni stóð voru þau bæði, hún og barnsfaðirinn hjá barninu allan tímann, þau skiptu ekki með sér nóttunum heldur voru bara saman þarna nánast allan tímann. Hún sagði mér að það hefði verið umtalað á deildinni hvað þau væru frábær og samheldin þrátt fyrir að vera ekki saman. þau hafa stuðning frá hvort öðru og standa saman. þetta er sjaldgæft og öfundsvert:)

Þetta var soldið væmin texti hjá mér.. ég kenni skort á áfengi í blóðið um.. hehehe;)
En að lokum langar mér að byðja alla þá sem eru hamingjusamir í sínum samböndum að meta það til fulls.. það er svo ómetanlegt. Einnig eru vinirnir ómetanlegir og það sá ég svo sannarlega um daginn þegar hún dóttir mín var búnað gráta í svona 2 tíma nánast stöðugt og ég var aaaaalveg við það að fara að grenja og öskra, þá fóru vinkonur mínar tvær með hana í göngutúr um húsið, bara til að gefa mömmunni smá frí og dótturinni smá frí frá mömmunni... mjöööög svo nauðsynlegt:) Takk stelpur þið eruð æði:* þessar 20 mínútur voru eins og 20 dagar í mæðraorlofi:D
Stelpan mín er þrátt fyrir allt sú allra fallegasta og besta og það besta sem ég hef eignast:) Nú er hún orðin mega hress, er öll að lagast á lungnabólgunni og er farin að fara aftur á leikskólann og móðirin í skólann.. að vera í viku í 40 fermetrum er aðeins of mikið af því góða....
það góða við svona tímabil er að maður verður svo rosalega glaður og ánægður þegar barnið hressist .. maður verður svona helmingi glaðari eftir veikindin heldur en áður en barnið veikist.. það er náttla tilgangur með öllu í lífinu...;)

over and out...
7bba CORNY

11 comments:

Anonymous said...

Æjj þetta var eitthvað svo einlægt og fallegt blogg að konan með hormónana á fullu næstum táraðist. Þú ert ótrúlega dugleg kona að standa í þessu alein. Þegar ég fór að vera sátt að vera ein þá kom draumaprinsinn og ég hef þakkað fyrir það stanslaust síðan. Hlakka svo til þess þegar þú finnur það sama roomy mín:)

Kv.Íris

Anonymous said...

Skal segja þér það Sjöbba mín, að ég dáist að þér & öllum hinum sjálfstæðu mæðrunum, að meika þetta andlega & fjárhagslega!!
Maður er svo góðu vanur að hafa einhvern til að deila öllu með sér, áhyggjum, gleði, sorg og öllu..
Getur alltaf hringt í mig ef þig vantar smá breik.. ég tala nú ekki um fyrir jólin að verslast EIN og svona :)
kv, Elva

harpan said...

Þetta fær mig til að hugsa að vera ánægð með það sem maður hefur og vera ekki að pirra sig yfir litlum hlutum, eins og maður gerir svo alltof oft.... Þú ert ótrúlega dugleg,ég veit ekki hvort ég hefði þolinmæði í að vera ein....
Kveðja Harpan....

Helga Sigurrós said...

Þú ert náttúrulega hetja í lit, svarthvítu og öllu. Það er viss ósanngirni í því að standa svona ofboðslega alein þegar tveir koma að en þú ert að gera það betur en ég held að NOKKUR gæti gert og Saga er heppnust í heimi að þú ert mamma hennar.

Svo vona ég að ég haldi bara áfram að vera hress og kát þegar ég kem heim eftir viku.. víííí og þá getum við Saga vonandi rifjað upp kynnin, og mamman sportað sér á meðan (ætla sko að rifja upp kynnin við þig yfir rauðvínsflösku innan nokkurra mánaða) :-)

7fn said...

Roomy: ég táraðist við að þú táraðist.. hehehe við erum góðar:D

Elva: takk elskan og ég væri alveg til í smáralindarrölt með ykkur eftir prófin;)

Harpa: þú átt sko einn sá besta, hann Tóti er engum líkur;)

Rósa: Takk fyrir hrósið:* okkur hlakkar svoooo mikið til að fá þig að þú trúir því ekki! Hlökkum til að fá þig og Flump og náttla ævar;)

Embla Kristjánsdóttir said...

þú ert rosa dugleg skat :) um að gera að bjalla bara og hella úr alltaf þegar þú vilt ;) manni líður svo mikið betur á eftir! hlakka til að koma heim og hitta ykkur mæðgur og pottþétt gefa þér smá frí stundum :)

Anonymous said...

Æj krúttlan mín, þú ert alveg megadugleg og ert alveg ótrúleg að standa í öllu ein, skóli, barn og allt sem því fylgir:* Saga er svo heppin að eiga svona góða mömmu eins og þig. Er svo oft að hugsa um ykkur.
Kiss og kram Rut

Anonymous said...

ohh dæsússss já stundum þar mar bara hjálp! djösss karlpungar mar getur ekki lifað með þeim og heldur ekki án þeirra arggg og pfffffff kv þórey hvorukyn

Anonymous said...

ohh dæsússss já stundum þar mar bara hjálp! djösss karlpungar mar getur ekki lifað með þeim og heldur ekki án þeirra arggg og pfffffff kv þórey hvorukyn

Anonymous said...

Hvað varð um að allir blogguðu eins og brjálæðingar í prófum, er þetta orðið svona gaman?

Kv.Íris-ÖLL á netinu

Anonymous said...

cdtytufg5634d
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet