Tuesday, September 16, 2008

Og já!

Ég lofaði smá pistli frá helginni..

... sem var með eindæmum góð og hugguleg í alla staði:) Á föstudaginn eftir skóla pössuðum við Emblu Maríu frænku. Hún var náttla bara yndileg allan tímann... enda algjört draumabarn:) sat bara og lék, fékk matarkex, missti það 876 sinnum í gólfið, fór svo útí vagn að lúlla og svaf þar þangað til ég vakti hana! bestust:*
Eftir það komu Dóri og Hildigunnur í mat til okkar. Við elduðum/bökuðum pizzur.. namm! Rauðvín og bjór var rennt ljúft niður með góðu spjalli og sumir voru farnir á trúnó útá svölum... hehemm!
Á laugardagsmorgun, kl 9:15 NB! fórum við Saga í íþróttaskólann. það var alveg geggjað enda elskar hún dóttir mín að sprikla og hamast, klifra og kollhnísast. svo fórum við ásamt táningnum uppí bústað í hádeginu á laugardaginn. Fengum bústaðinn hjá Önnu frænku og áttum góðar stundir þar, öll þrjú:) Því miður er ekki mikið af myndum (sorry roomy) en ég tók e-r og set þær inná barnaland og facebook... ok;)

Sunnudagurinn fór í að heimsækja brósann minn sem stendur sig eins og hetja... elsk'ann:*

Skólinn er kominn á fullt.. en ég er ekki enn komin á fullt.. ufff!! lærði nú samt smá í gær.. enda með eindæmum skemmtilegt efni: "af hverju eru konur ekki leiðtogar og stjórnendur?" þær eru það allavega í mun minna mæli en karlarnir. en ég skal koma með vænar útskyringar á þessu öllu saman í lok annar þegar ég er komin með þetta allt saman á hreint..;) allir spenntir fyrir því.. ha!?:D ég er allavega meeeeeelluspennt!

en ætla að fara að skjalavarðast.. dilla bossanum smá!;)

7bba

6 comments:

Anonymous said...

pizza og bjór klikkar ekki....en össss dugnaður að vera mættur svona snemma í íþróttaskólann, en ekki eins og þú hafir haft e-ð val...nema kannski að senda táninginn með hana :)
knús á ykkur :*

7fn said...

hehehe já spurning um að senda hann með hana næst.. huxa að honum þætti það nú ekki leiðinlegt.. ;)

hlakka til að sjá þig á mánudaginn sætasta:*

Anonymous said...

Er það svona almennt það sem skjalaverðir gera í vinnunni, að dilla bossanum? :-D

Fer svo ekki að verða kominn tími á bíó??

Sigurveig

Anonymous said...

Hamingjan verður alltaf með þér, þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Þar máttu eiga von á ýmsu óvæntu, heillandi og yndislegu. Öll reynsla þroskar þig. Elska þig eins og þú ert. Kveðja þín mamma.

stetheigh said...

high quality designer replica aaa replica bags cheap replica handbags

shysme said...

click sitediscover this info here get redirected herediscover here imp sourcelook at this now