Vá átti svo gott spjall við samstarfskonu mína í morgun...
Við vorum eitthvað að ræða bara svona að velja sér maka og hvaða kröfur maður setur og hvaða kröfur maður getur leyft sér að setja. Hversu mikið viltu breyta manneskju sem þú kynnist... þangað til að þú ert búnað breyta henni svo mikið að þú elskar hana ekki lengur... þetta er ekki sú manneskja sem þú heillaðist af í fyrstu!
Einnig fórum við að ræða frama, menntun og þess háttar. Að sjálfsögðu fer ég ekki ofan af þeirri staðreynd að menntun er mikilvæg. Ekki endilega peningana vegna, heldur vegna stöðugleika í lífinu... að geta búið börnum sínum gott og öruggt heimili, vera öruggur um að fá vinnu í framtíðinni og þess háttar vangaveltur...:)
Í framhaldinu fórum við að ræða um þetta kapphlaup við alla þessa menntun, ekki útaf öllu þessu ofantöldu, heldur til þess að geta eignast allt, gert allt í heiminum, eignast fancy málverk, stærsta húsið, flottasta bílinn, skartgripi, senda börnin í einkaskóla... æ bara allt þetta sem fólk eltist voða mikið við í dag.
Í framhaldi á okkar umræðu um mikilvægi menntunar fór hún að segja mér frá vinkonu sinni sem var einmitt í þessum pakka. á allt, mergjuð málverk á veggjunum, flott hús, flottan bíl og nóg á milli handanna. Fyrir nokkrum dögum greindist þessi kona með bráðahvítblæði og eins og samstarfkona mín orðaði það: "dauðinn er á bak við hólinn að bíða eftir henni.. hún veit ekki hversu lengi hún mun nálgast hann en það mun ekki taka langan tíma"! Þessi kona á tvö börn, annað átta ára og hitt 5 ára. Nú liggur hún í bráðainnlögn á lsh í einangrun, að byrja í brjálaðri meðferð, mun að sjálfsögðu missa hárið og allan pakkann! Síðan sagði samstarfskona mín við mig: og hvernig nýtast málverkin hennar núna? eða kjólarnir með merkimiðunum á sem hanga inní skáp? eða10 milj. króna bíllinn? Hefði ekki verið skynsamlegra að eyða lífinu öðruvísi... njóta familíu og vina, eiga tíma með sjálfum þér og þeim sem þér þykir vænst um?
Pönslænið um mikilvægi menntunar er svo misskilið eitthvað.. upphaflega var það til þess að vita eitthvað, öðlast almenna þekkingu, geta bjargað sér, séð fyrir sér og svona ýmislegt... og að mennta sig er ekki endilega að fá e-r gráður, prófsjöl eða hvíta húfu. Heldur er öll reynsla menntun, fólk menntar sig sjálft, kynnir sér hluti, les og þess háttar.
Æjjjji ég er svo mikið að spá í öllu svona núna.. sérstaklega vegna þess að ég er í þannig stöðu í lífinu að allt gæti breyst. Ég hef lagt svo mikla áherslu á að sá sem ég mun kynnast eigi að mennta sig... og ég er svosem ennþá staföst í því... en ég var alveg á því að setja það fyrir mig um tíma. og þegar ég tala um menntun þá var það helst menntun á við mína, þe háskólamenntun. Þetta er bara ógeðslegt snobb! og maður ætti eiginlega að skammast sín fyrir að hugsa svona... öll menntun er góð, sama af hvaða tagi hún er...
Æ vá mér finnst samhengið í færslunni minni alveg ekki að ná saman.. en það sem ég vildi beisiklí segja er það að mér finnst fólk svo mikið hugsa um menntun sem gróða, til að eignast ógeðslega mikið og flott og hafa það svo brjálæðislega gott! Það er bara svo margt annað sem gleymist...
EN hey.. næsti maki.. ég stend ennþá með því að fólk mennti sig, enda verðandi menntunarfræðingur... og menntun er að sjálfsögðu lykillinn að framtíðinni:) Ég set nú svosem ekki miklar kröfur miðað við fyrri reynslu... ef hann er í vinnu þá er ég sátt... í bili:)
Sjöfn Kristjánsdóttir
Verðandi Uppeldis- og menntunarfræðingur (úúú hljómar vel!)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Menntun er máttur!
En ríkasta fólkið í veröldinni er upp til hópa ekki mikið menntað .....það bara kann að framleiða peninga og fara með peninga! Þannig áfram þú að droppa menntunar kröfum !:)
Lykillinn er að láta peningana vinna fyrir sig en ekki vinna fyrir peningana ....lestu ríki pabbi ,fátæki pabbi.... sumsé fátæki pabbinn er menntaði pabbinn sem sífellt menntar sig til að fá meiri pening en á aldrei meiri pening ...... en hinn er ómenntaði sem á grilljón milljón peninga og hefur það gott og lætur peningana vinna fyrir sig meðan hann nýtur lífsins ! Sniiiiiiiiiiilldar bók!:)
kv þórey sem er að láta " smá " af peningum vinna fyrir sig
Já, veit tótally hvert þú ert að fara. Held reyndar að við séum báðar búnar að skrifa heilu ritgerðarnar um hugleiðingar tengdu þessu á prófi hjá jóni torfa ekki satt?
Sem sagt um gildi menntunar og hvað það er mikilvægt að líta ekki niður á iðnmenntun og aðra menntun.
Það sem er mikilvægast er ekki að bara að rembast við að vera með flottustu gráðuna í viðskiptafræði eins og annar hvort maður (so last season) heldur fyrst og fremst að hafa metnað, stefnu í lífu og klára það sem maður byrjar á. Og að gaurinn sé ekki vælandi þegar hann er með smá kvef og hringir sinn veikann og vill láta vorkenna sér. Ef þú gaurinn dúxar í dúkalagningum er það líka bara mest kúl!
Maður veit þá líka að hann er handlaginn;) Það er hægt að nýta þann eiginlega á ýmsan hátt:)
Auðvitað er menntun mikilvæg.Hugsa um það á hverjum degi af hverju ég drullaðist ekki til þess að klára stúdentinn þá væru allar leiðir opnar fyrir mér.
En mér finnst ekki vera hægt að setja það skilyrði á þann sem maður elskar eða er hrifin af að hann mennti sig.Ef hann er í fínu starfi,hefur góðar tekjur,ánægður í starfinu þá er það nóg.
Kv.Heiða feita
Ég er dáldið menntasnobb, eða svona.. Mér finnst að fólk eigi að hafa markmið.
Td ef ég þekki strák sem er að vinna á ruslabíl. Honum þykir vinnan ömurleg, mórallinn leiðinlegur. Tekur alla veikindadaga sem hann á rétt á og mætir bara í vinnu til að fá útborgað.
Mér finnst hann alveg glataður!
En svo þekki ég annan sem er að vinna á sama ruslabíl. Honum finnst vinnan áhugaverð og leitast við að finna út leiðir til að gera hana enn skemmtilegri, les sér til og hefur metnað í að sinna vinnunni vel og bæta sig. Þessi er bara alls ekkert hallærislegur og örugglega bara mjög sætur.
Er svo til viss um að við erum á svipuðu máli með þetta allt saman ;)
Að sjálfsögðu er sagan login ..
Hils.
Þegar ég hugsa um að mennta mig þá er það fyrst og fremst til þess að hafa kost á því að vinna við eitthvað sem mér finnst áhugavert. Annars hef ég hingað til alveg haft nægilegan metnað og dugnað í starfi til þess að vinna mig upp í fínar stöður. 'Eg hef ekki þurft að sitja á háskólabekk til þess.
Ef að minn háskólamenntaði maður hefði komið með svona kröfur á mig til þess að við gætum verið saman þegar við kynntumst þá er ég ekkert svo viss um að ég hefði viljað hann. En sem betur fer sá hann eitthvað annað sem hann gat fallið fyrir hjá litlu ómenntuðu mér,annars ætti ég hvorki hann né hana Brynju mína:)
Stundum getur maður ekki bara klónað sjálfan sig í makavali, en ef maður vill það er þá ekki bara alveg eins gott að vera einn?
Tinna: true.. jón torfi hefur komið inn alls konar fróðleiksmolum inná okkur:)
Þórey: áttu þessa bók?? mikið langar mig til að lesa hana...
Heiða: aldrei of seint að ná markmiðum sínum.. hvet þig í þetta af því að ég veit að þig langar til þess:*
Marta: við erum klárlega á sama plani með þetta:) enda á alveg afskaplega svipuðum stað í lífinu:)
roomy: þú ert my living proof í að vera ómenntaður og standa sig með prýði í lífinu. enda er mér alltaf hugsað til þín:*
Auðvitað er gott að mennta sig og mæli ég með að allir geri það en það segir ekkert endilega að maður öðlist pottþétt öryggi eða vel launaða vinnu. Sem dæmi hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, leikskólakennarar og fleiri eru ekkert með laun til að hrópa húrra fyrir miðað við menntun og ábyrgð sem þau bera. En maður má ekki gleyma því heldur að peningar eru ekki allt þó að þeir skipti samt miklu máli. Það skiptir miklu máli að vilja mæta í vinnuna og njóta þess sem maður er að gera. Það sem skiptir samt mestu máli er fjölskyldan og maður á alltaf að eiga tíma fyrir hana!
Síðan má ekki gleyma því að við verðum líka að hafa fólk í þjóðfélaginu með iðnmenntun og bóklegt nám er ekki allra. Frænka mín á mjög erfitt með að læra á bókina en hún brillerar í verklega hlutanum í námi sínu.
Sólrún sem er bara lítil stelpa í skóla og veit ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór.
P.s. ég er ekki frá því að ég sé orðin handlama á að skrifa þetta hehe...
Vá hvað ég kannast við þessar pælingar. Mín niðurstaða er að það sem skiptir máli er metnaður frekar en menntun. Menntun af öllu tagi er góð, en hún er ekkert án metnaðs.
Ég verð samt að vera ósammála með eitt. Ég held að það sé ekki hægt að breyta fólki. Bílív mí, ég reyndi að ala eitt stykki karlmann upp og það gekk ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að vera sáttur í upphafi.
Góður pistill hjá þér sæta....
Já menntun er mikilvæg en eins og ég hef oft sagt, þá finnst mér mikilvægara að hafa góða heilsu og eiga góða að :).
knúsar
Harpan
Rakel, ég er ekki á því að breyta e-m, bara svo við höfum það á hreinu:) ég var einmitt að tala um það að þetta er oft það sem maður dettur í, eða gerði það áður.. belív jú mí, ég reyndi alveg feitast að breyta einum.. en ég myndi ekki gera það í dag:)
luv..
harpa: takk sæta.. knús á móti
Jæja....link?
maggitoka.com
go right here dolabuy weblink go right here Get More Information site link
Post a Comment