Wednesday, September 26, 2007

Brúnka..

ok.. eitt skil ég ekki... ég skil ekki þessa spurningu:

"Af hverju ertu svona brún?"

svar: "af því að ég varð fyrir loftstein og breyttist í górillu með vængi, flaug til kanarí og lá þar í sólbaði í 7 vikur og breytti mér svo í kanarí fugl og flaug heim!!"

af hverju er fólk að spurja að þessu? ÞAÐ KEMUR BARA TVENNT TIL GREINA:
  1. ég fór í ljós
  2. ég er með brúnkukrem

á þessum árstíma er það ekki einu sinni inní myndinni að vera með sólbrúnku..!

Mér er t.d. alveg sama af hverju fólk er brúnt, ef mér finnst það fallega brúnt þá kommenta ég á það.."vá hvað þú ert brún" eða "vá hvað þú ert fallega brún, er þetta brúnkukrem? hvaða tegund?"

þetta var "skil ekki" horn sjafnar..

takk og bless..;)

7 comments:

Anonymous said...

þekki þetta ekki.. er ekki brún!

Anonymous said...

ohh sendi of fljótt..

var það soldið í sumar.. en síðan eru liðin mörg ár - þeir greidd´ípíííííku, þeir greidd´ípííííku... lalalala... - en enginn spurði mig þá.. enda sumar...

Anonymous said...

hahahaha.....já fólk spyr oft asnalegra spurninga.
ég ætla að fara í ljós í dag því mér finnst gaman að vera brún, helst kúkabrún :D
knús :*

Anonymous said...

ohh var einmitt að maka á mig brúnkukremi í fyrradag og fannst ég ansi fersk eftir það. Tók svo eftir því á leiðinni í skólann í morgun (sko einum sólarhring síðar hef verið ansi blind í gær!!) að hálfur hálsinn á mér er skjannahvítur og hinn helmingurinn í einhverjum brúnum flekkjum... Mér fannst ég samt ógeðslega sæt svo ég lét það bara ekkert á mig fá ;)
Alltaf gott að smella sér í ljós svo slakandi
kiss kiss Rutla

Anonymous said...

Kiddi og Diddi voru nú einu sinni á þjóðhátíð í Eyjum og voru að maka brúnkukremi í andlitið á fólki sem var "sofnað". En besta við það var að þeir settu aðeins á helminginn af andlitinu, þannig að fólk varð bara að sýna betri hliðina sína næsta dag :) Ef það gekk ekki þá varð það bara að sýna sitt rétta andlit hehe....

Anonymous said...

Í "skil ekki horni sigurveigar":
...þegar maður kemur eitthvert, t.d. á kvöldvakt í vinnunni:
,,Ertu nývöknuð?"

ÞAÐ KEMUR BARA TVENNT TIL GREINA!
1. já
2. nei

-HVERJU Í F***INU ÁORKAR ÞAÐ AÐ FÓLK VITI SVARIÐ?? ...segðu frekar bara að ég sé ljót...

:-D

Anonymous said...

uoddfd854dd
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet