Monday, January 5, 2009

Almenningsklósett...

.. eru ágæt. En stundum væri ég alveg til í að fá að fara á almenningsklósett sem eru ekki svona básar þar sem allt heyrist, sérstaklega þegar dóttir mín fagra er með í för...

Við vorum í bíó í gær í smáralind. Á leiðinni út þá þurfti ég að pissa. Við mæðgur tróðum okkur saman inn á einn básinn og klósettið var það grósí að ég meikaði tótallý ekki að setjast á setuna. Þannig að ég skellti niður buxunum og sprændi um leið og ég fann krampana koma í aftanverð lærin. Á meðan ég pissaði stóð Saga fyrir aftan mig og sagði: "mamma þetta er rassinn þinn! hann er hér! Mamma þú ert ekki að kúkaaaaa, þú ert bara að pissa! Mamma, ég skeina þér." og ég svarði alltaf: "jájá þetta er hann, var gaman í bíó?" en hún nennti ekkert að tala um það á þessu mómenti, heldur hélt áfram að deila díteilum á rassinum á mér með öðrum klósettgestum:) Eins gott að ég þurfti ekki að kúka... nógu vandró að þurfa þess svona á almenningsstöðum, hvað þá ef ég væri með svona fínan túlk sem túlkar hverja einustu athöfn hjá mér... úff!

Svo fór mín ástkæra dóttir í leikskólann 2 jan, fyrsta skipti eftir jólafrí. Hún heimtaði að fara í "hjúkrunarkonukjól" í leikskólann sem sigurveig gaf henni e-n tímann. Svo þegar ég sótti hana þá sagði fóstran mér það að hún hafi sagt að hún hefði BARA fengið nammi ÖLL jólin! fóstran spurði hana hvort hún hafi ekki fengið neinn mat? nei nei hún fékk bara nammi... soldið svekkjandi þar sem ég reyni að halda henni frá þessu... hún fékk að vísu nammi, ætli henni hafi ekki fundist það svona hrikalega gaman að það er það eina sem kemst að hjá henni... ÉG SVER ÞAÐ HÚN FÉKK LÍKA MAT!;)

set inn nokkrar myndir fljótlega...

12 comments:

Anonymous said...

jessss....er búin að bíða lengi lengi eftir bloggi :)
hehehe....dóttir þín er met!!
knús, íví kíwí

Anonymous said...

Go Saga!!! :-D

Sigurveig

Anonymous said...

Sjöfn mín hún dóttir þín á ekki langt að sækja þennan snilldarhúmor, þú fórst hreinlega á kostum oft þar sem við vorum að versla eða gera eitthvað annað saman, og ég var sko stoltasta mamman í heiminum að eiga svona skemmtilegt barn. Saga er lítill snillingur og má ég alveg monta mig af henni og geri ég það alveg hiklaust hvar sem ég kem. Knús á ykkur yndislegu mæðgur og elska ykkur í ræmur. Kv mamma Talidi......

Anonymous said...

Sjöfn mín hún dóttir þín á ekki langt að sækja þennan snilldarhúmor, þú fórst hreinlega á kostum oft þar sem við vorum að versla eða gera eitthvað annað saman, og ég var sko stoltasta mamman í heiminum að eiga svona skemmtilegt barn. Saga er lítill snillingur og má ég alveg monta mig af henni og geri ég það alveg hiklaust hvar sem ég kem. Knús á ykkur yndislegu mæðgur og elska ykkur í ræmur. Kv mamma Talidi......

Embla Kristjánsdóttir said...

litli snillingur :) og móðirin líka að sjálfsögðu...

Anonymous said...

bwahaha hún er YNDI
þetta er svona eins og atvikið okkar Leu á pizza hut:
Mamma ég er með pjásu og þú líka!
já ég veit
mamma ég er ekki með hár!
nei ég veit
en þú ert með hár!
já ég veit!
en ekki mikið bara smááá í miðjunni!
JÁ ÉG VEIT BORÐAÐU NÚ MATINN ÞINN

þau eru nottla bara lovely sko :D

Anonymous said...

bwahahahahaha sjitt Rán ég er í krampa:D þau eru svo óforskömmuð!

7bba

Anonymous said...

hahahahah litlu snillingar:)

Rakel said...

Hahaha þetta er alltaf jafn skemmtilegt...svona eftirá :)

Ég lenti einmitt í svona háratali þegar hún var ca 3 ára. Við vorum í sundi og henni fannst þetta rosa merkilegt. Þegar við svo komum út sá hún pabba sinn svolítið í burtu og gargaði yfir allt: Pabbi, mamma er með hár á klobbanum!!

Helga Sigurrós said...

Ég er farin að sakna litlu frænku minnar ansi mikið. Panta hana þar næsta föstudag ef allir eru hressir (og ég er búin að ákveða að þetta veikindavesen sé búið!)

Unknown said...

ein færsla í þær sex vikur sem ég var í afríku!

Rakel said...

Aldrei hefði mig grunað að ég mundi lesa orðið "Almenningsklósett" svona oft á svona stuttum tíma. Fer líklega að dreyma almenningsklósett með þessu áframhaldi!!