Tuesday, November 11, 2008

Veikindi... góð tímasetning!


Já ætla að væla...

Saga kom heim úr leikskólanum í dag slöpp.. klukkutíma seinna sofnaði hún á bakinu á mér! þá komin með 39°c... fór stuttu síðar langt upp í 40°c! Litla skinnið, stinur bara og segir: "ég vil vatn" .. æ ég verð alltaf svo leið þegar hún verður svona lasin... vorkenni henni svo hryllilega!

En þetta eru 3ju veikindin þessa önn! hvaða rugl er það!? mér finnst ég meira og minna búnað vera heima eða með hana með mér í vinnunni alla þessa önn! og með afar slaka skólasókn! ef það er ekki veikindi þá er það aðlögun... Mikið væri nú gott að hafa aðstoð á svona stundum! Miiiiiikið hlakka ég til þegar táningurinn minn kemur alveg í bæinn...

Ég held að það verði kraftaverk ef ég næ þessari blessuðu önn... mér finnst ég aldrei vera að læra.. ég hef ekki opnað neinar bækur, ekki eina! Eina sem ég hef gert þessa önn er að taka viðtöl, afrita viðtöl, skrifa verkefni og ritgerðir.. vera með veika mús, vera með mús í aðlögun... vera alltaf slöpp og þreytt (ekki ólétt samt! alveg á hreinu...), hafa litla orku...

Ég hlakka til þegar jólin koma:) fyrir jólin ætla ég að baka! ég ætla að baka piparkökur og leyfa sögu að skreyta þær:) ég ætla að njóta þess að vera með litlu dósinni minni, knúsa hana og kremja... ekki vera pirruð þó að hún helli niður eða rekur sig í eitthvað.... mér finnst ég búin að vera svo pirruð við hana ef hún gerir eitthvað vitlaust... fæ alltaf strax sammara! Ég held að þetta sé álagsveikin... stundum finnst mér ég vera að kafna!

Nú liggur hún hjá mér í sófanum, stinjandi úr mjög líklega beinverkjum og hita... hálfsofandi og þambar vatn öðru hvoru.. svo sæt en svoooo svoo lasin... elskana mest!

En ég ætla að fara að læra.. wish me good luck:)

7bba
p.s. mynd dagsins: þegar ég breyttist í eðlu... furðulegt alveg að tánó finnist ég svona heit... er samt smá heit þarna;)

12 comments:

Anonymous said...

æjj litli skinnið...get alveg ímyndað mér að það sé erfitt að horfa uppá hana svona :(
Sjöbba þú ert svo dugleg og mátt sko vera stolt af sjálfri þér...það er ekki hver sem er sem gæti verið í fullu námi, vinna og með litla skvísu, alein.
Svo þegar táningurinn er alkominn þá verður hann settur í fulla vinnu við að dekra við þig :) Þú mátt heldur ekki gleyma að dekra við sjálfa þig inná milli...
Luv ya :*

malla said...

þú ert stærsta hetjan mín Sjöbba!!
knúz á veiku músina og mömmuna, vona að henni batni sem fyrst

7fn said...

æjjj þið eruð náttla bara æðivinkonur mínar:)

sakna ykkar beggja alltof mikið!

malla: ég er alveg búnað plana daginn sem ég kem .. barnlaus og ætla að fá að knúsa snúlla broskall fullt full fullt:D

Anonymous said...

Já Dóttir mín þú mátt sko vera stolt af sjálfri þér, ég er allavega mjög stolt af þér. Vildi óska þess að ég hefði betri heilsu sjálf svo ég væri nothæfari til einhverra verka. Elska þig duglega stelpan mín og vonandi kemur betri tíð. Kveðja þín mamma. Og englaknús og 1000. kossar til ykkar.

Anonymous said...

flott kona og flott tunga!

Embla Kristjánsdóttir said...

you go girl! ég skal vera með músina yfir daginn um helgina ef þú vilt :) held það sé alveg sama hvorn daginn... og ef hún verður ennþá lasin þá förum við bara í hveitislag heima!

Anonymous said...

hahahaha æ embla mín hvar væri ég án þín, get svo svarið það!
það væri voða fínt ef þú getur á sun:)þyrfti nefnilega að komast á þjóðó í heimildaleit! og já hveitislagur hljómar ekkert illa;)

Embla Kristjánsdóttir said...

segjum það þá mín kæra :) sunday it is...

Anonymous said...

HAHAHA fyndin mynd, sé að þú átt ekki erfitt með að sýna manninum þínum hvað þú ert belöð. Love it:)

Anonymous said...

Kvitt kvitt :)
Vona að múslu sé farið að líða betur. Þú ert ótrúlega dugleg að vera í 100& skóla og vinnu og með barn ALEIN :).
knús frá dk
Harpan

Anonymous said...

Þetta er sniiiiiiiiiiiildarmynd!
Og já kannast ég við þetta! Rökkvi Þór fær aldrei hita undir 40 ef hann fær hita já kannski eins og ég bara ..... sem var já alltaf á tímabili, hann sko ! Nú er það bara staup af lýsi á hverjum degi og frískamín og ég tek það meira segja líka!
Því já ég hef ekki tíma í veikindi er bara búin að taka út þennan pakka og það góða við þetta er að ÞETTA LAGAST ! jehú! kv þórey frjálsa þessa önn alla vegna!Og áfram táningurinn og þú hehe fór einmitt í einn táningasleik um helgina

nile said...

Our site browse around here Click Here More Bonuses home her comment is here