Friday, October 17, 2008

Ég er enn að ná mér...


... já ég er ekki að grínast! ég er enn að ná mér eftir hræðilega atvikið hjá Mörtu um daginn:(


Við semsé vorum hjá Mörtu í heimsókn og í mat. Saga fer inní herbergi að leika.. að ég hélt!! Allt í einu heyri ég ofurlágt: "mamma, mamma!" ég fer inn og þar stendur ungfrúin, búin að gera í buxurnar, stendur uppí rúminu hans Hjartar, ÖLL útí kúk á báðum höndum og er að mála gluggakistuna með líka svona fínum brúnum lit!!!!! Ég fékk smá maníu/taugaveiklunarkast! mér langaði helst að setjast niður bara og fara að grenja! Reif hana niðrúr rúminu (það var afsökun fyrir að vera harkaleg), inná bað... þar var ég alveg í kross því ég gat ekki athafnað mig við þetta.. hún greip alltaf í mig með kúkahöndunum sínum!!:( þannig að ég var öll orðin útí kúk! Greyið barnið grenjaði og grenjaði.. aðallega yfir því hvað mamman var manísk!


Þetta er mín versla upplifun á kúk held ég bara í lífinu! ég gerði þetta víst sjálf þegar ég var lítil... kúkaði á mig, klæddi mig úr bleiunni og makaði kúknum útum allt rúm! jammmmmí! hvaðan ætli dóttirin fái þetta..hmmmm?

mynd dagsins: Saga og Hjörtur (greyið sem þarf að sofa beint undir kúka-gluggakistunni)

7bba

14 comments:

Thorey Kristin said...

Hef bara eitt um þetta að segja SHEISSSSSSSSSSSSSSSSSSE !

Anonymous said...

Shit, ég held að ég yrði ekki eldri!

Helga Sigurrós said...

Það gerðist ekki ósvipað atriði niðrí leikherbergi hérna um daginn. Ákvað að bæla það bara ...

Anonymous said...

Vúps.....

malla said...

Shit!

Anonymous said...

úbbasí...heyrði einmitt svipaða sögu í gær um litla tveggja ára skvísu sem gerði þetta tvisvar nýlega...foreldrum hennar til mikillar ánægju :S

Anonymous said...

Þetta er viðbjóður!

Hildigunnur

Embla Kristjánsdóttir said...

hahahahaha

Anonymous said...

Shit greinilega happens

Anonymous said...

haha damn!!!!! :D

Særún said...

Obbobojobojoboj!

Anonymous said...

Ég held að ég myndi kúgast svo mikið að ég myndi æla að lokum.

Sólrún

Rakel said...

Úff! Gubb!

Anonymous said...

Úffff átt alla mína samúð Sjöbba hehe, en mig minnir að ég hafi nú lent í einhverju svipuðu með son minn, held jafnvel að hann hafi aðeins prufað að smakka í leiðinni jækssss.....en vá hvað ég sé þetta fyrir mér hehehe (ég ljót að hlægja af þessu)