Tuesday, September 9, 2008

Slúúúúður....!!

nei ekkert slúður..

Verð að segja ykkur frá bók sem ég er að lesa, hvunndagshetjan eftir Auði Haralds.. guðóguð hvað hún er fyndin!!! Fjallar semsé um einstæða 3ja barna móður en hún blessunin á 3 barnsfeður...! ég einmitt sagð Írisi frá henni því þessi einstæða móðir er svo kaldhæðin og dásamleg að mér langar í sleik við hana!

...Finnst ég studum vera hún, eða hún vera ég.. sérstaklega þegar hún segir að fyrsti barnsfaðirinn hafi haft e-s konar ofnæmi fyrir vinnu... hrikaleg svona ofnæmi.. svei mér þá, ef þau eru bara ekki verri en sjálfsofnæmi.. sem svona fólk hlýtur að þjást af líka!:)

...og þegar hún talar um að hún hafi aldrei verið gift, en einu sinni í sambúð.. en hún fleygði svo miklu rusli þegar hún flutti að hún fleygði honum óvart með... fliss:)

þessi saga gerist 1979.. margt breyst í stöðu einstæðra mæðra .. en það er líka margt eins:)

En nóg að gerast næstu daga...

  • Táningurinn að koma á morgun... þá verður sleikur, kel, káf, knús og .... skúrað!;)
  • matarboð á föstudaginn.. hildigunnur og dóri að koma.. maður verður nú að fara að sýna gripinn.. byrja á dóra... hann pressir svo svakalega á mann... ;)
  • bústaðaferð með táningnum á Laugardaginn.. og náttla sögu... það verður bara kósý... er ÖLL spennt!
  • heimsókn til brósa á sunnudaginn... sakna hans!

Var ég búnað segja ykkur að mé finnst Jay Leno BORING! af hverju á hann sama afmælisdag og ég? mér finnst ég ekki vera boring... og klárlega ekki smámælt.. en við eigum þó eitt sameiginlegt... erum bæði lítil og "akfeit" eins og pabbi orðar það svo skemmtilega...;)

JÆja.. sturta og hvunndagshetjan... zzzzzzzz

7bba

21 comments:

Anonymous said...

hahahahahaha......þú veist afhverju ég hlæ, right?

Anonymous said...

Við mætum með tékklista....svo eins gott að undirbúa sig vel!! muhahahaha

Hildigunnur

Anonymous said...

Hljómar vel, kíki á þessa.
Barnsfaðir minn hefur ekki ofnæmi fyrir vinnu, heldur giftist vinnunni sinni. Enda er hann alkahólisti og starfaði sem barþjónn. Ekki svo góð blanda haha

Skemmtu þér vel í káfi og kelerí!

Anonymous said...

þú ert ekki akfeit og lítil. En hafið það gott um helgina, þetta verður örugglega kósý og endurnærandi.

Embla Kristjánsdóttir said...

bíddu... byrja á dóra??? sem faðirinn í öllu þessu hefði mar haldið að það ætti að byrja þar... eða hvað? :P

Embla Kristjánsdóttir said...

nei ok... dóri byrjar, pabbinn er hvort eð er að fara á vonandi haugafyllerí og barsleik við skota!

Anonymous said...

hahaha þú ert met ;)
Rut

Anonymous said...

Knús til þín, eigðu góða og fallega helgi, man ekkihvar ég byrjaði að kynna pabba þinn fyrst. Kveðja þín mamma.

Anonymous said...

ég held að mar verði að kíkja í þessa bók þó svo að ég eigi engin börn og enga barnsfeður :)
hafðu það gott í mató, sumó, sleik og öllu sem því fylgir :)

Anonymous said...

Væri feitt til í að lesa þessa bók :).
Góða skemmtun í káfinu og keleríinu.
bið kærlega að heilsa Hildigunni og Dóra já og auvðita Sögu sætu
Knús á ykkur frá DK

Anonymous said...

Ég fékk þau skilaboð frá föður mínum að ég þurfti að vera búinn að vera með stúlkunni í 3 mánuði áður en að ég myndi kynna hana fyrir kallinum.

Hann hefur þessa feikna trú á mér

Kiddi B

Anonymous said...

Íris: ég veit mest af hverju þú hlærð hahaha

Hildig: hann var að undirbúa sig í allt gærkvöld..;)

Rakel: ahahahahaha það hefði verið hentugra ef hann hefði t.d. verið að vinna á leikskóla...:)

ásta: takk elskan mín.. mér líður miklu betur að heyra þetta..:) á eftir að skemmta mér massa vel...

Emblos: þú verður að finna tíma til að bjóða táningnum í mat..;)og já btw, grétar bauðst til að passa svo ég gæti farið með þér í barsleik við skota.. ohh hann er svo skilningsríkur þessi elska:*

Rut: ég breytist seint...:)

Mamma: ætli það hafi ekki verið e-r af vinkonum þínum úr saumó.. eða bara amma og afi:)

eva: já þú VERÐUR að tékka á þessari snilld...:) átt nú kannski e-n tímann eftir að eignast barnsföður... vonandi bara einn samt:D

Harpa: knús til ykkar í DK.. sakn:*

Kiddi: hahahaha já kallinn hefur trú á þér...:)
en þetta er nú búið að vera í gangi í rúma 3 mán.. þannig að mér er óhætt að koma og kynna táninginn fyrir pabba þínum... nææææs;)

marta said...

já hvunndagshetjan er allt, hún er fyndin og frábær og sorgleg og erfið....
Ég las hana áður en ég varð sjálfstæð móðir, en eftir að hjörtur fæddist hef ég lesið hana nokkrum sinnum og jiminn eini hún verður bara betri og betri.
Góða skemmtun með táningi og hvunndagshetju :)

Embla Kristjánsdóttir said...

veiveivei!!! megum við gera það á morgun? eftir kynninguna??? :P

7fn said...

á morgun kona! þá er dóri að fara að meta drenginn..;)

ég er laus:
Fim
Sun

veit ekki með táninginn..

Embla Kristjánsdóttir said...

já, ég meina eftir matið :P hehe

Anonymous said...

Embla: hahahaha já þú meinar:) nenniru ekki bara að fara niðrí bæ, finna einn skota og koma með hann heim..

Anonymous said...

ég þarf að lesa þessa bók við tækifæri. Áttu hana skvís ?

knús Rut

yanmaneee said...

air yeezy
curry 5
nike vapormax
adidas yeezy
coach factory outlet
air jordan
ralph lauren uk
golden goose
jordans
timberland boots

yanmaneee said...

nike huarache
adidas ultra
timberland
supreme
jordan shoes
christian louboutin shoes
yeezy boost 350 v2
adidas yeezy
supreme clothing
golden gooses

stetheigh said...

luxury replica bags high quality replica handbags replica designer bags