Monday, July 7, 2008

Jæja.. ég held ég sé enn á brjóstaþokunni...
Ég átti alveg einstaklega hrikalegt móment í bláa lóninu um helgina.. Við mæðgur fórum í Grindavíkina í heimsókn til Snædísar og Selmu Lífar. Æðisleg ferð í alla staði.. við skelltum okkur í bláa lónið í boði systur hennar...sweet;) Svo láum við þarna í sólskini og blíðu.. :) það er alveg mega sleypt þegar maður er að labba ofan í lónið, alveg bara svona hvít þykk brák, hörð og stórhættuleg! ég var mikið búnað vera að furða mig á af hverju þeir mála þetta svona, þetta er bara til að valda slysum! Eftir smástund ældi ég þessu útúr mér við Snædísi.. hún leit á mig og sagði: "þetta er kýsill"... sjittt... brjóstaþoka.. ljóskutaktar... eða er ég bara svona hrikalega illa gefin...;) já maður spyr sig!

Helgin var góð í alla staði.. mjög góð:D

kem með smá myndablogg næst... adios;)