Thursday, November 8, 2007

Ömó ástand á Eggertsgötunni..:/

Já það er ekki hægt að segja annað en að ástandið hérna hjá okkur sé frekar miður..! Ég er búnað vera á dollunni með báða enda (aldrei sama í einu samt sko:) í 4 daga!! Ég er alveg að gefast uppá þessu bulli og vil að þetta hætti núna!! ég sofna með illt í maganum og vakna flökurt! og svo er ég með svima útaf því að ég get ekkert borðað... æ ég á svo bágt búhúhú:( Sagan er líka með eitthvað í mallakút en samt sem áður er hún leikskólafær, fjúkket! og það er skemmtilegt að segja frá því að við sváfum feitast yfir okkur í gær.. við vöknuðum hálf tíu!!! og geri aðrir betur hahaha!! guð sko!
En nóg um það.. Saga er búnað finna sér einstakling sem hún kýs að kalla "pabba". algjörlega hennar ákvörðun og hún er alveg alsæl með þetta:) En það er hann Dóri hennar Hildigunnar. Og sjitt hvað kallinn er ánægður með þetta, ekki amarlegt að eiga tvær svona skvísur hehehe.. Þetta er svosem ekkert óeðlilegt þar sem að við eyðum miklum tíma með þeim og hekla kallar hann pabba. Held nú að hún fatti ekkert orðið pabbi samt.. en hér er mynd af kappanum að lesa fyrir stelpurnar sínar:
Þau D og H eru líka alveg ómissandi þegar móðirin leggst í bælið, fóru með söguna á leikskólann og sóttu hana aftur.. algjör snilld:) Takk fyrir hjálpina elskunar:*

Það er alltaf nóg að gera, skólinn á skrilljón billjón... ritgerðarskil og verkefnaskil og svo er það prófalesturinn sem tekur við á eftir því.. I LOVE SCHOOL...:D

heyrumst seinna allir...bæbæbæbæ






12 comments:

Anonymous said...

Æj elskan mín :* vonandi fer þessi flensa að líða hjá. Gott að eiga góða vini að þegar svona er.
Knús til þín sæta
kv. Rut

Anonymous said...

Heyrðu elsku Sjöbba mín það er sko minnsta sem hægt er að gera fyrir vini sína að hjálpa þeim þegar þeir eru með upp og niðurgang..!

Við erum ekkert smá stolt að "eiga" tvær dætur og hvað þá svona FALLEGAR báðar tvær.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég bíð SPENNT eftir þeim degi þegar við erum að rölta öll 5 saman og hittum einhvern ókunnugan og þær öskar báðar pabbi á Dóra!
Mér finnst að á þeim tímapunkti ættum við tvær að leiðast!
SHITTTTTTT hvað það væri gaman....!!

KV. Hildi, Dóra og Heklan

marta said...

hahahah hressandi komment frá Hildigunni !
Vonandi fer þér að batna.

Anonymous said...

rut: takk elskan mín.. já það er sko bestast að eiga góða að og ég á nú slatta af þannig fólki:)

Hildi: ahahahahha lærðiru yfir þig í gær mín kæra siðprúða :D en já megum við leiðast á því mómenti?? sjittörinn hvað það væri fyndið hahahaha

Marta: já ég sá ljósið í gær þegar þú sagðir mér að Auður væri að hressat.. á 9 degi BTW! usssss

Anonymous said...

úff!! ég er búin að orga svoooo úr hlátri yfir kommentinu hennar Hildi.. En viðbjóðslega fyndið.. :D

Helga Sigurrós said...

I feel your school pain.

Og mér finnst alveg brillijant hjá Sögu að finna sér pabbaímynd fyrst móðirin stendur sig ekki í því. Það væri nú kostur ef hún ákveður að finna sér fleiri "pabba" að næsti væri á lausu - hún getur orðið radarinn þinn. Annars finnst mér líka stórsniðugt að þið Hildi leiðist bara getið verið mammí og mommí :)

Vonandi ertu að hressast dúllan mín. Ljósið getur veirð að það gangi ekki úr báðum í einu ... been there done that. Skilst það sé sérstakega óheppilegt ef þrýstingurinn við að æla ýtir óæðri af stað... skipped that.

Finnst við AAAALVEG að vera að koma heim. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur.

Anonymous said...

Ég var nú alltaf að bíða eftir kommenti hjá þér á ákveðna færslu hjá mér. En maður er greinilega ekki í bloggrúntinum.
En láttu þér batna fröken

Kiddi B

7fn said...

Kiddi: þú ert kominn með link elskan mín:) en ég get með engu móti séð hvaða færslu ég hefði átt að kommenta á...

Anonymous said...

Kvitterí kvitt og góðan bata ;)

Anonymous said...

Hvað segiru um spa/heilsuhæli eina helgi?

Kv.Roomy

yanmaneee said...

nhl jerseys
kate spade handbags
christian louboutin outlet
nike cortez
hermes handbags
timberland boots
air max 2019
yeezy boost 350 v2
coach factory outlet
jordan sneakers

Anonymous said...

jiingbiing92ss
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet